Erfiður dagur
Erfiður dagur að baki.
Þar kom að því að það slægi í bakseglin, Ísland átti erfiðan og
slæman dag, töpuðum illa fyrir Hollandi og Áströlum, en náðum að
merja sigur á Ísrael. Það var vitað að allir þessir leikir yrðu
erfiðir, Ástralir eru að berjast við að komast í 7-8 sætið og
Holland og Ísrael er fyrir ofan okkur á töflunni og hafa verið það
mest allt mótið. Við erum þó í 6 sæti og mikill möguleiki að komast
áfram. Á laugardag ráðast úrslitin við eigum S-Afríku og Pólverja,
sem eru á mikilli siglingu, og svo USA 2 sem er hörku sveit.
Mikill spenna er í loftinu og það skilja ekki mörg stig liðin
af frá 7-11 sæti. Hugur er í mönnum að klára þetta eins og
að var stefnt, koma sér í úrslitin og koma svo........
kveðja frá Veldhoven, Jafet