Bronsið til Íslands

þriðjudagur, 31. maí 2011

Dramatískar lokamínútur á skemmtilegu móti

Íslenska landsliðið í bridge er nú kominn heim. Spiluð var tvöföld umferð bæði í kvennaflokki og í opnum flokki. Í opnum flokki var keppnin æsispennandi, þegar eitt spil var eftir þá var Ísland efst með 169 stig, Norðmenn með 168 stig og Svíar með 167 stig. Þetta síðasta spil varð okkur óhagstætt, töpuðum 11 impum sem breytti 15:15 úrslitum í 12:18 tap fyrir Finnum
 
Aðalsteinn, Bjarni, Páll og Ragnar
Lokastaðan á NM
Norðmenn efstir með169 stig, nr. tvö voru Svíar með 168 stig og bronsið fór til Íslands, sem fékk 167 stig. 

Heimasíða mótsins 

Jöfn keppni í kvennaflokki

Eftir jafnt mót allan tímann náðu dönsku stúlkurnar að síga framúr og enduðu efstar með 179stig, síðan Norðmenn með 168 stig og Finnar í þriðja með 162 stig. Kvennaliðið okkar endaði núna í fimmta og síðasta sæti, það var nokkuð ófarsælt og hefði með smá heppni vel getað blandað sér í keppni um efri sætin, vann t.d. Dani 17:13 og jafnt 15:15, gekk verst á móti Svíum 22:8 í báðum leikjum.

Í Finnlandi fyrir 2 árum enduðum við í 4. sæti. Stórt tap í lokin fyrir Dönum, eyðilagði vonir um 2. Sætið.

Allar aðstæður voru mjög góðar, allir á sama hóteli saman og keppnin á sama stað, Scandic Vest í Örebro

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar