Rosemary og Pétur Íslandsmeistarar í Paratvímenning 2011
mánudagur, 18. apríl 2011
Það var hörkuspenna í lokaumferðunum í Íslandsmótinu í Paratvímenning 2011.
Rosemary Shaw og Pétur Gíslason voru hlutskörpust og stóðu uppi
sem sigurvegarar með 1161 stig sem jafngildir 57,4% skori. Þetta er
annar Íslandsmeistaratitill Rosemary en fyrsti titill hjá
Pétri.
Í 2. sæti voru Íslandsmeistarar í Paratvímenning 2010, Esther Jakobsdóttir og Guðmundur Sv. Hermannsson. Í 3. sæti voru Mary Pat og Páll Hjaltason.
Nánari upplýsingar um stöðu og öll spil er að finna á heimasíðu mótsins