Ísak Örn Sigurðsson og Stefán Jónsson Íslandsmeistarar í sagnkeppni 2009
Íslandsmótið í sagnakeppni var haldið föstudagskvöldið 11. desember 2009. Mótið er að festa sig í sessi, öll umgjörð mótsins einnig fastmótaðri. Fyrst var mótið haldið haustið 2006 og þá sigruðu Sigurbjörn Haraldsson og Bjarni Einarsson, margreynd landsliðspör. Anton Haraldsson sá um framkvæmd keppninnar þá, 33 spil melduð á 90 mínútum. Haustið 2008 var þráðurinn tekinn upp aftur með þátttöku aðeins fjögurra para og urðu þá sigurvegarar Aðalsteinn Jörgensen - Sverrir Ármannsson með 194 stig eftir að hafa meldað 30 spil á 90 mínútum. Í ár var áfram miðað sama spilafjölda og var þátttakan nú orðin 9 pör og nú byrjuðu allir á sama tíma. Eftir mikl átök við að halda sér innan knapps tímaramma og mikla einbeitingu urðu nýjir Íslandsmeistarar Ísak Örn Sigurðsson og Stefán Jónsson með 183 stig 2. Gunnlaugur Sævarsson og Runólfur Jónsson 175 3. Hlynur Garðarsson - Kjartan Ásmundsson 1684. Ómar Olgeirsson - Sveinn R. Eiríksson 1625. Friðjófur Einarsson - Guðbrandur Sigurbergsson 1476. Ásgeir Ásbjörnsson - Hrund Einarsdóttir 1467. Sverrir Þórisson - Gunnlaugur Karlsson 1358. Halldór Þorvaldsson - Hulda Hjálmarsdóttir 111
9. Daníel Sigurðsson - Guðmundur Snorrason 84
Umsjón með mótinu var í höndum mótanefndar og voru Ragnheiður Nielsen og Jörundur Þórðarson keppnisstjórar. BSÍ óskar nýjum Íslandsmeisturum til hamingju!