Íslandsmót eldri spilara í tvímenning
þriðjudagur, 27. október 2009
Jón Alfreðsson og Eiríkur Jónsson eru Íslandsmeistarar eldri spilara í tvímenning 2009. Þeir enduðu með +107,6 stig sem jafngildir 58,6%. 0,5 stigum á eftir þeim voru Garðar Garðarsson og Kristján Örn Kristjánsson, sem leiddu mótið frá 10. umferð.
Við óskum Jóni og Eiríki til hamingju með titilinn!