Jón Alfreðsson og Eiríkur Jónsson eru Íslandsmeistarar eldri spilara í tvímenning 2009. Þeir enduðu með +107,6 stig sem jafngildir 58,6%. 0,5 stigum á eftir þeim voru Garðar Garðarsson og Kristján Örn Kristjánsson, sem leiddu mótið frá 10. umferð.
Hin vinsæla keppni Iceland Express deildin verður í ár spiluð 24. og 25.október og 14.og 15.nóvember eins og á síðasta ári verður spilað í tveim deildum.
Bridgesamband Íslands og Iceland Express gerðu með sér samstarssamning sem gildir til 3ja ára. Iceland Express verður aðalstyrktaraðili Bridge á Íslandi og fá nafni sínu bætt við helstu Íslandsmót sem BSÍ heldur.
Jón Hákon Jónsson er nýkrýndur Íslandsmeistari í einmenning. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitilinn sem hann vinnur og óskar BSÍ honum til hamingju með sigurinn! Í 2. sæti var Brynjar Jónsson og 3.
Ársþing BSÍ verður haldið í húsnæði Bridgesambands Íslands sunnudaginn 18. október og hefst klukkan 12:00 að hádegi. Félög innan hreyfingarinnar hafa setu- og atkvæðisrétt á þinginu samkvæmt kvótaútreikningi skilagreina en áheyrnarfulltrúar eru velkomnir að sitja þingið.
Fyrsti leikur að byrja núna kl. 14 á BBO Ísland - Ítalía (Fantoni-Nunes, Lauria-Versace, sigurliðið í fyrra) Meistaradeild Evrópu (Champions Cup) hefst fimmtudaginn 15.október 2009 Landsmeistarar 10 efstu þjóða á síðasta Evrópumóti etja þar kappi.
Jöfnustu úrslit í íslandsmóti kvenna í tvímenning urðu núna. Sigurvegararar eru Bryndís Þorsteinsdóttir og María Haraldsdóttir með 801,9 stig með þeim á myndinni er yngismærin Embla Mey Thorarensen.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í veturSjá nánar