Íslandsmót kvenna í sveitakeppni 2009
föstudagur, 20. febrúar 2009
Sveit Plastprents er Íslandsmeistari kvenna í sveitakeppni 2009. Þær skoruðu 174 stig í 9 umferðum og voru 18 stigum fyrir ofan 2. sætið. Fyrir Plastprent spiluðu: Arngunnur Jónsdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Soffía Daníelsdóttir.
Sveitirnar Hrund Einarsdóttir, Hótel Búðir og DEEA unnu sér inn rétt til að spila í Landsliðskeppni kvenna.