ÍSLANDSMÓT Í SAGNKEPPNI 2006
mánudagur, 4. desember 2006
Íslandsmót í sagnkeppni var haldið fyrsta sinni sunnudaginn 3. desember og hafði þar landsliðsparið, Sigurbjörn Haraldsson og Bjarni H. Einarsson nauman sigur með 75,9% skori. Bjarni og Sigurbjörn fengu 253 stig af 334 mögulegum, en fast á hæla þeirra komu Björgvin Már Kristinsson og Sverrir Kristinsson jr með 75% skor sem jafngildir 250 stigum. Gísli Steingrímsson og Sveinn Þorvaldsson náðu 72,9% skori eða 243 stigum. Keppendur lýstu yfir ánægju sinni með þetta nýja mót, en þátttaka var í dræmara lagi, aðeins 10 pör sögðu 33 spila þraut.