ÍSLANDSMÓT Í PARASVEITAKEPPNI 2006
þriðjudagur, 14. nóvember 2006
Íslandsmótið í parasveitakeppni fer fram í Síðumúla 37 Reykjavík helgina 25.-26. nóvember 2006. Byrjað kl. 11:00 báða dagana. Keppnisgjald er 12.000 á sveit. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin og spilað er um gullstig. Hægt að skrá sig í keppnina hér! Einnig hjá BSÍ í síma 587-9360, á vef bridgesambandsins www.bridge.is, eða í tölvupósti bridge@bridge.is Núverandi meistarar eru Bryndís Þorsteinsdóttir, Heiðar Sigurjónsson, Svala Pálsdóttir, Karl Grétar Karlsson og Arnór Ragnarsson. Keppnisstjóri verður Sveinn Rúnar Eiríksson. Létt og skemmtileg stemning.