GLÆSILEGUR SIGUR ÍSLENDINGA Á HAWAÍ
Íslensku landsliðsspilararnir Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sigurbjörn Haraldsson og Bjarni H. Einarsson náðu þeim glæsilega árangri að fagna sigri á Hawaí í Swiss Teams sveitakeppni sem þeir tóku þátt í. Með þeim í sveitinni voru Hjördís Eyþórsdóttir og Tony Kasday. Sveitin byrjaði ekki vel, tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum en vann sigur á sterkri sveit Lynch (Carol Lynch, Mike Passell, Eddi Wold, Dennis Dawson, Larry Cohen, David Berkowitz) 20-0 í sjöundu umferð umferð og vann síðan 17-3 sigur í síðustu umferð og tryggði sér þannig sigur. Fyrir lokaumferðina var sveit Lynch með nauma forystu en tapaði 6-14 í lokaleiknum. Sveit Íslendinganna (Kasday) endaði með 128 stig, Lynch með 118 og sveit Mahaffey með 114 stig.