GLÆSILEGUR ÁRANGUR ÍSLENDINGA Á HAWAÍ

mánudagur, 27. nóvember 2006

Íslensku landsliðsspilararnir Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sigurbjörn Haraldsson og Bjarni H. Einarsson náðu þeim glæsilega árangri að fagna sigri á Hawaí í Swiss Teams sveitakeppni sem þeir tóku þátt í. Með þeim í sveitinni voru Hjördís Eyþórsdóttir og Tony Kasday.

Íslenska sveitin(Kasday) byrjaði ekki vel, tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum en gaf þá í svo um munaði. Í sjöundu umferð vannst stórsigur, 20-0 á sveit Lynch (Carol Lynch, Mike Passell, Eddie Wold, Dennis Dawson, Larry Cohen, David

Berkowitz) sem hafði verið í forystu. Fyrir lokaumferðina var sveit Lynch með 112 stig og Kasday með 111,67 en íslenska sveitin gerði sér lítið fyrir og vann 17-3 sigur á meðan Lynch tapaði 6-14 í síðustu umferðinni. Kasday endaði því á toppnum með 128, Lynch með 118 og Mahaffey 114 stig.

Sjá nánar hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar