ÚRSLIT BIKARKEPPNI BSÍ
Úrslit bikarkeppni BSÍ verða spiluð helgina 23.-24. september í
húsnæði BSÍ að Síðumúla 37. Í undanúrslitum verða spiluð 48 spil og
eigast þar við sveitir Garða og véla-Þriggja frakka annars vegar og
hins vegar sveitir Orkuveitarinnar- Hermanns Friðrikssonar.
Spilamennska hefst stundvíslega klukkan 11:00 þann 23.
september og lýkur upp úr klukkan 18:00.
Úrslitaleikurinn verður 64 spil á milli þeirra sveita sem bera
sigur úr býtum í áðurnefndum viðureignum. Spilamennskan í
úrslitaleiknum hefst klukkan 11:00 sunnudaginn 24. september
en lýkur upp úr klukkan 20:00. Stefnt er að því að sýna frá báðum
borðum á Bridgebase í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Áhorfendur eru
að sjálfsögðu velkomnir og hvattir til að fylgjast með skemmtilegum
viðureignum.
Garðar og vélar: Símon Símonarson, Rúnar Magnússon, Einar Jónsson, Sigurður Vilhjálmsson, Júlíus Sigurjónsson, Eiríkur Hjaltason
Þrír
frakkar: Kristján Blöndal,
Ómar Olgeirsson, Steinar Jónsson, Valur Sigurðsson, Ísak Örn
Sigurðsson, Stefán Jónsson
Orkuveitan: Páll Valdimarsson, Ragnar Magnússon, Hermann Lárusson, Þröstur Ingimarsson, Sigfús Örn Árnason, Friðjón Þórhallsson
Hermann Friðriksson: Hermann Friðriksson, Vilhjálmur Sigurðsson jr, Jón Ingþórsson, Erlendur Jónsson, Daníel Már Sigurðsson, Hlynur Angantýsson