ÞRÍR FRAKKAR BIKARMEISTARAR

sunnudagur, 24. september 2006

Þrír frakkar náðu að landa næsta öruggum sigri í úrslitaleik Bikarkeppninar með 175 impum gegn 71 á móti Hermanni Friðrikssyni. Sveit Hermanns gaf reyndar leikinn eftir 3 lotur þegar munaði 104 impum. Spilarar í sveit Þriggja frakka voru Kristján Blöndal, Ísak Örn Sigurðsson, Ómar Olgeirsson, Steinar Jónsson, Stefán Jónsson og Valur Sigurðsson. Kristján, Ómar, Steinar og Stefán eru að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil. 

Bikarmeistarar 2006
Þrír Frakkar: Steinar Jónsson, Ísak Örn Sigurðsson, Valur Sigurðsson,
Kristján Blöndal, Ómar Olgeirsson. Á myndina vantar Stefán Jónsson.

Sjá má leikinn hér á Bridgebase:
1.lota
2.lota
3.lota

 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar