Útsendingar frá EM
Ísland varð að sætta sig við 7. sætið á EM í Póllandi sem lauk laugardaginn 26. ágúst. Sex efstu þjóðirnar unnu sér rétt til spilamennsku á HM. Aðeins munaði 7 stigum á 6. og 7. sæti sem kom í hlut Pólverja. Ítalir unnu næsta öruggan sigur og voru búnir að tryggja sér fyrsta sætið þegar nokkrar umferðir voru eftir. Kvennalandsliði Íslands gekk illa á mótinu og endaði í neðsta sæti af 22 þjóðum í kvennaflokki. Lokastaða efstu sveita í opnum flokki varð þannig:
1.
Ítalía 661
2. Írland 594
3. Noregur 590
3. Svíþjóð 582
5. Holland 581
6. Pólland 575
7. Ísland 572
8. Frakkland 554,5
Sex þjóðir komust áfram á HM í opnum flokki.
Þeir sem vilja skoða úrslit leikja og skorblöðin úr leikjunum geta fundið upplýsingar hér, síðan er það round valið sem var leikið hverju sinni.