HM í Verona
Tvö pör af þremur úr íslenska landsliðinu í opna flokknum tóku þátt í HM í Verona á Ítalíu: Matthías G. Þorvaldsson, Magnús E. Magnússon, Bjarni H. Einarsson og Sigurbjörn Haraldsson.
Íslendingar unnu Vasilev auðveldlega í 64-liða úrslitum og spiluðu við Chagas frá Brasilíu 32-liða úrslitum. Töpuðu þar naumlega 120 - 133.
Matti og Maggi endðu í 19.sæti í 72 para úrslitum opna heimsmeistaramótsins í tvímenning. Kínverjar heimsmeistarar.
1. Fu - Zhao Kína
2. Levin - Weinstein USA
3. Fantoni - Nunes Ítalíu(heimsmeistarar í tví 2002)
Einhverjum töflulýsanda á BridgeBase varð á orði þegar var verið að dæla stigum í Kínverjana: "The gods are with them". Þá var einn fljótur til: "The dogs are with them!" . 2006 er nefnilega "year of the dog" í Kína!
Þeir sem vilja fylgjast með gengi þeirra geta skoða þessar síður.
72 para úrslit í tvímenningnum Maggi og Matti enduðu í 19.sæti.