Úrslitakeppni Íslandsmóts í tvímenningi
Úrslitakeppni Íslandsmótsins í tvímenningi fer fram dagana 29.
apríl - 1. maí. Keppnisstjóri verður hinn röggsami Björgvin Már
Sigurðsson. Í upphafi keppa 56 pör í riðlakeppni. Skipt verður í
fjóra 14 para riðla og spila riðlarnir innbyrðis 3 spil á milli
para í þremur lotum, samtals 90 spil. Mótanefnd slönguraðar í hópa
eftir stigum + 5 ára stigum og handahófsraðar síðan í
slönguröð.
Fyrsta lotan verður frá klukkan 11:00 - 15:00 laugardaginn 29.
apríl. Önnur lotan verður frá 15:30 - 19:30 og þriðja lotan verður
spiluð á sunnudaginn 30. apríl frá 11:00 - 15:00. Eftir það komast
24 pör áfram í úrslitakeppni með barómeterformi og spilað með
skermum, 4 spil milli para, samtals 92 spil. Pör taka með sér 15%
af skori úr fyrri hluta móts. Fyrsta umferð hefst klukkan 17:00 og
spilað til um klukkan 23:00. Umferðir 1-10. Spilamennska hefst
aftur klukkan 11:00 1. maí og spiað til um 9:15. Umferðir
11-23.
Spilað verður í Síðumúla 37 og keppnisgjald er krónur 8.000 á parið
í upphafi og 4.000 til viðbótar fyrir þau pör sem komast í 24 para
úrslitin. Frestur svæðasambanda til að tilkynna þátttakendur
í úrslitin rennur út þriðjudaginn 25. apríl.