Þrjú svæðamót í tvímenningi

mánudagur, 6. mars 2006
Svæðamót í tvímenningi 11. mars 2006


Svæðasamböndin Reykjavík, Norðurland Eystra og Suðurland halda svæðamót sín í tvímenningi laugardaginn 11. mars næstkomandi. Í Reykjavík hefst spilamennska klukkan 11:00 og lýkur um klukkan 20:00. Spilastaður er Síðumúli 37, húsnæði Bridgesambands Íslands. Samkvæmt reglugerð skal spila að lágmarki 60 spil en spilaformið mun ráðast af þátttöku.  Kvóti Reykjavíkur til Íslandsmóts er 20 pör, Norðurlands Eystra 6 pör og Suðurlands 4 pör. Keppendum er, samkvæmt keppnisreglugerð, frjálst að keppa um réttinn til úrslitakeppninnar þar sem þeir kjósa, en þó aðeins einu sinni á hverjum stað. Keppendur geta þó spilað sem gestir hjá öðrum svæðasamböndum.  Keppnisgjaldið er krónur 5.000 á parið í Reykjavíkurmótið. Keppnisstjóri þar verður Björgvin Már Kristinsson.

Skrá sig hér

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar