Sveit Eyktar efst þegar 3 umferðir eru eftir af Deildakeppninni
sunnudagur, 6. nóvember 2005
Í fyrsta leik á sunnudeginum eigast við 2 efstu sveitir í 1. deild. Sveitir Eyktar og Ferðaskrifstofu Vesturlands. Þær eru með nokkuð forskot á 3ja sætið og má reikna með að sigurvegarinn úr þessari viðureign verði með góða stöðu til að verða Deildameistari 2005.