Raggi Magg og Palli Vald sigurvegarar á afmælismóti BH

laugardagur, 12. nóvember 2005

29 pör tóku þátt í afmælismóti Bridgefélags Hafnarfjarðar í dag.
Ragnar Magnússon og Páll Valdimarsson sigruðu nokkuð örugglega, Jón Guðmar Jónsson og Sigurjón Helgason höfnuðu í öðru sæti og heimamennirnir og mótshaldararnir, Hafþór Kristjánsson og Guðni Ingvarsson, náðu þriðja sætinu með góðum endaspretti.

Lokastaða efstu para:

1. Ragnar Magnússon - Páll Valdimarsson  712
2. Jón Guðmar Jónsson - Sigurjón Helgason  691
3. Hafþór Kristjánsson - Guðni Ingvarsson  683
4. Sverrir Þórisson - Björn Friðriksson  680
5. Þröstur Ingimarsson - Erlendur Jónsson  670
6. Vignir Hauksson - Stefán Stefánsson  661
7. Dröfn Guðmundsdóttir - Hrund Einarsdóttir  660
8. Ómar Olgeirsson - Ísak Örn Sigurðsson  658
9. Haraldur Ingason - Rúnar Gunnarsson  657
10. Hulda Hjálmarsdóttir - Björn Arnarsson  655
(Meðalskor var 616)




Laugardaginn 12. nóvember verður haldið 60 ára afmælismót Bridgefélags Hafnarfjarðar. Spilaður verður eins kvölds tvímenningur með peningaverðlaunum og spilað um silfurstig. 

Keppnisgjald er 2.500 krónur á spilara. Veitt verða vegleg peningaverðlaun. Fyrir fyrsta sætið 100.000 króna vöruúttekt hjá Bræðrunum Ormsson, fyrir annað sætið 60.000 króna vöruúttekt og fyrir þriðja sætið 40.000 króna vöruúttekt. Auk þess dregin út aukaverðlaun. Keppnisstjóri verður Heiðar Sigurjónsson. Spilatími frá 12:00 til ca 19:00.

Þeir sem vilja skrá sig, geta gert það með því að klikka á 12. nóvember á viðburðadagatali.
Einnig er tekið við skráningum í síma 899-7590 (Hafþór) eða 692-5513 (Atli).

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar