Íslandsmót (h)eldri og yngri spilara í tvímenning 2005
Íslandsmót (h)eldri og yngri spilara í tvímenning verður haldið helgina 29.-30. október næstkomandi í húsnæði Bridgesambands Íslands að Síðumúla 37, 3. hæð. Mótið fer fram 29. - 30. október. Spilaður er barómeter tvímenningur og spilað er um gullstig. Keppnisgjald er frítt fyrir yngri spilarana en 6000 kr. á parið hjá (h)eldri spilurunum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu BSÍ, sími 587-9360 og þar er tekið við skráningu, en einnig á heimasíðu BSÍ. Keppnisstjóri verður Heiðar Sigurjónsson. Spilamennska hefst stundvíslega klukkan 11:00 báða dagana. Spilamennsku verður lokið á milli 18-19 á laugardag og á milli 15-16 á sunnudaginn.