Svæðamót í tvím. 2006

Norðurlands-vestra-mót í tvímenningskeppni í Bridds fer fram á Sauðárkróki laugadaginn 13. janúar 2007. Mótið hefst kl. 10 stundvíslega og spiluð verða amk. 60 spil.  Mótshaldari er Bridgefélag Sauðárkróks og spilastaður er Bóknámshús Fjölbrautarskólans við Sæmundarhlíð. Spilaður verður Barometer  tvímenningur, Keppnisgjald er kr. 2.500 - fyrir manninn og er súpa og brauð í hádeginu innifalið í keppnisgjaldinu. Mótið öllum opið. Þáttaka tilkynnist fyrir fimmtudagskvöld  11. janúar 2007

 Þátttaka tilkynnist :

                        Ásgrími Sigurbjörnssyni sími 893-1738 og heimasími 453-5030 eða 

                        Jóni Erni Berndsen – heimasími 453-5319 – joel@simnet.is


Pétur og Jónas bestir á svæðismóti Nl. ey. í tvímenningi

Svæðismót Norðurlands eystra í tvímenningi var spilað laugardaginn 10. mars á Akureyri með þátttöku 16 para. Hart var barist um þau tólf sæti sem gáfu rétt til að spila í úrslitum Íslandsmótsins 21.-22. apríl næstkomandi. Pétur Guðjónsson og Jónas Róbertsson voru í banastuði, fengu enga mínussetu í mótinu og sigruðu með 114 stig. Kunnugir þóttust líka sjá það á þeim að þeir væru að vanda sig! Í öðru sæti urðu Frímann Stefánsson og Reynir Helgason með 79 í plús og í því þriðja Gylfi Pálsson og Helgi Steinsson með 60. Röð næstu para var þessi:

4. Björn ÞorlákssonPétur Gíslason 39 stig
5. Guðmundur Halldórsson – Hermann Friðriksson 30 stig
6. Ingvar Páll Jóhannsson – Jóhannes Jónsson 17 stig.

Hin pörin sem unnu sér rétt til að spila í úrslitunum voru:

Þórólfur Jónasson – Sveinn Aðalgeirsson
Sigurður Björgvinsson – Kristján Þorsteinsson
Gissur Jónasson – Gissur Gissurarson
Stefán Vilhjálmsson – Hermann Huijbens
Sveinbjörn Sigurðsson – Sigurður Marteinsson
Stefán Sveinbjörnsson – Ragnheiður Haraldsdóttir

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar