Afmælismót ML
Afmælismót ML í bridge 29. apríl 2023
Um 10 ára skeið hafa nokkrir nemendur ML sem útskrifuðust á sjöunda áratug síðustu aldar haldið út bridgesveit, kenndri við skólann sinn, ML-sveitinni. Bridge hefur ætíð verið afar vinsæl íþrótt í ML og úr skólanum hafa komið fjöldi Íslandsmeistara og landsliðsfólks. Því þótti okkur ML-sveitar fólki við hæfi að efna til 70 ára afmælismóts ML-inga á Laugarvatni. Heimafólk hefur tekið þessari hugmynd afar vel og því er boðað til tvímenningsmóts í ML á Laugarvatni kl. 13 þann 29 apríl 2023. Þátttaka miðast við þá sem stundað hafa nám í ML um lengri eða skemmri tíma. Spiluð verða 28 spil og með kaffihléi ætti mótið að standa í ca 4 klst. Þátttökugjald er 2000 kr. ( greitt í seðlum, enginn posi til!). Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að skrá sig á vefsíðunni bridge.is. Ef einhverjir hafa áhuga á að gista á Laugarvatni og taka slag eða tvo í rúbertubridge um kvöldið þá eru gistimöguleikar bæði í Héraðsskólanum og á Hótel Laugarvatni. Og gamla gufan er enn til staðar í Fontana Laugarvatni. Bestu kveðjur frá ML-sveitinni. Nánari upplýsingar í síma 8623995
Spilastaður
Menntaskólinn að LaugarvatniSkráningar í tvímenning
ATH. þessi listi þarf ekki að vera tæmandi yfir fjölda skráninga.
# | Nafn 1 | Nafn 2 |
---|---|---|
1 | Matthias Imsland | Ómar Olgeirsson |
2 | Eiríkur Jónsson | Sigfinnur Snorrason |
3 | Ingibjörg Guðmundsdóttir | Vigdís Hallgrímsdóttir |
4 | Birkir Þorkelsson | Kristján Haraldsson |
5 | Sigmundur Stefánsson | Hannes Stefánsson |
6 | Agnar Örn Arason | Bjarni Ragnar Brynjólfsson |
7 | Pétur Skarphéðinsson | Jónas Ragnarsson |
8 | Gunnlaugur Karlsson | Kjartan Már Ásmundsson |
9 | Guðmundur Hermannsson | Sævar Þorbjörnsson |
10 | Kristín Einarsdóttir | Kristján Már Sigurjónsson |
11 | Hallgrímur Hallgrímsson | Baldur Kristjánsson |
12 | Ingólfur Haraldsson | Kristján Már Gunnarsson |
13 | Þórður Jónsson | Eymundur Sigurðsson |
14 | Sigurjon Helgi Björnsson | Kjartan Ingvarsson (Ríkjandi Grænlands-og Borðeyrarmeistari) |
15 | Gunnar Björn Helgason | Ari Konráđsson |
16 | Eyþór Jónsson | Pétur Hartmannsson |
17 | Garðar GARÐARSSON | Jóhann FRÍMANNSSON |
18 | Vigfús Pálsson | Guðmundur M Skúlason |
19 | Björn Snorrason | Höskuldur Gunnarsson |
20 | Gunnar Þór Jóhannesson | Símon Sveinsson |