Lög um Meistarastig
Almenn keppnisreglugerð fyrir Íslandsmót.
Eftirfarandi reglur gilda frá 1.janúar 1991 og eru í flestu
eins og Svíar, Danir og Norðmenn styðjast við.
Meistarastig eru gull, silfur og brons. 1 Mst.= 1 gull = 10 silfur
= 100 brons.
Spilurum sem unnið hafa til meistarastiga er skipt í fimm flokka .
Þeir eru :
/ Félagsmeistari
með fleiri en 2 Mst.
/ Héraðsmeistari
með fleiri en 15 Mst.
/ Svæðismeistari
með fleiri en 50 Mst.
/ Landsmeistari með
fleiri en 150 Mst.
S / Stórmeistari með fleiri en 500 Mst. og minnst
250 gullstig
Skráning og úthlutun meistarastiga
Meistarastigum Bridgesambands Íslands er úthlutað í opnum
keppnum, sem haldnar eru á vegum B.S.Í., svæðasambanda eða félaga
innan þess samkvæmt eftirfarandi reglum :
Bronsstig
Bronsstigum er úthlutað í innanfélagskeppnum samkv.
reglum sem fylgja hér á eftir. Forráðamenn félagana eru ábyrgir
fyrir skilum á skýrslum yfir þessar stigagjafir til B.S.Í og skal
notast við eyðublöð sem B.S.Í hefur látið gera, en einnig má notast
við sambærilegt form. Mikilvægt er að á skýrslunni komi fram fullt
nafn spilara ásamt kennitölu. Skiladagar eru tveir á ári hverju,
10. janúar og 10. júní.
Bronsstigatafla
Silfurstig
Silfurstigum er úthlutað í svæðamótum og sérstökum opnum
keppnum á vegum svæðasambandana eða einstakra félaga. Skilyrði
fyrir úthlutun silfustiga í mótum á vegum einstakra félaga er að
mótið sé opið öllum og að þátttakendur séu frá minnst fimm
aðildarfélögum B.S.Í., þar af minna en 50% spilara frá sama félagi,
ekki fleiri en 70% frá tveimur félögum og minna en 90 frá þremur
félögum. Heimild er fyrir Meistarastiganefnd að veita undanþágu frá
þessu skilyrði ef um sérstakar aðstæður er að ræða. Lágmarsfjöldi
para er tólf og ekki skal spila færri spil en 32, þó má
spilafjöldinn vera minnst 38 ef um einmenningskeppni er að ræða.
Einungis félög innan B.S.Í. eiga rétt á að halda silfurstigamót, þó
ekki oftar en fimm sinum á ári hvert félag. Sömu reglur gilda um
skil á skýrslum v/silfurstiga og bronsstiga, nema hvað varðar
eyðublaðið sem er örlítið frábrugðið bronsstigaskýrslunni.
Greiða þarf sérstaklega fyrir skráningu silfurstiga og er það gjald
frá og með 1.janúar 2001:
1 dagsmót 200 kr/spilara
2ja daga eða helgarmót (fös-sun), bikarkeppni svæða 250
kr/spilara
Mót sem er lengra borgar að auki 200/dag, að hámarki 500
kr/spilara
Sérstök silfurstigamót innan félaga sem spiluð eru á spilakvöldum
viðkomandi félags greiða 200 kr/hvert kvöld.
Greiðsla fyrir silfurstig skal fylgja skráningarskýrslu hverju
sinni og verða stig sem ekki hefur verið greitt fyrir, eigi færð
fyrr en að greiðsla hefur borist.
Silfurstigatafla
Gullstig
Gullstigum er úthlutað í Íslandsmótum og sérstökum mótum
sem meistarastiganefnd samþykkir. Til þess að mót sé gilt til
úthlutunar gullstiga skal fjöldi para vera minnst 32 og spilafjöldi
minnst 82.
Almennt um meistarastig
Það gildir almennt að séu pör jöfn í sætum sem gefa
meistarastig, skal skipta heildarstigafjöldanum á milli þeirra. Til
þess að hljóta stig í ákv. keppni, verður spilari að spila minnst
helming af spilunum í viðkomandi lotu eða umferð sé um
tvímenningskeppni að ræða, en til þess að eiga rétt á
uppbótarstigum fyrir sveitakeppni verður spilari að spila minnst
þriðjung leikja í viðkomandi móti. Þetta ákvæði gildir um öll mót,
þ.m.t. Íslandsmót.
Ef spilaformið er tvímenningur þar sem fjöldi para kemur í veg
fyrir að öll pörin spili innbyrðis hvert kvöld eða í hverri lotu,
gildir sá skali í viðkomandi töflu, sem fæst með því að leggja
saman 1 + fjölda para sem hvert par spilaði við + helming hinna
parana. Dæmi :
Í 50 para tvímenning eru spilaðar 7 umferðir á kvöldi. Þá fæst : 1
+ 7 + 1/2(42) = 29, sem þýðir að stigagjöf er miðuð við að pörin
séu 29 og allir spili við alla.
Bridgesamband Íslands skuldbindur sig til þess að halda öllum
gögnum varðandi meistarastig til haga í a.m.k. fimm ár frá
skráningardegi. B.S.Í skuldbindur sig einnig til þess að halda skrá
yfir áunnin meistarastig spilara og gefa hana út árlega.
Úthlutunarreglur
Reglur um bronsstig og silfurstig
Bronsstig - tvímenningur
Bronsstig - sveitakeppni,
fleiri en tveir leikir á kvöldi
einn eða tveir leikir á kvöldi
Bronsstig - einmenningur
Silfurstig - tvímenningur
Silfurstig - sveitakeppni
Silfurstig - bikarkeppni sveita
Silfurstig - hraðsveitakeppni
Silfurstig - einmenningur
Gullstig - tvímenningur, opinn flokkur
Gullstig - tvímenningur, aðrir flokkar - úrslit
Gullstig - Íslandsmót, sveitakeppni
Gullstig - Íslandsmót sveitakeppni, aðrir flokkar
Gullstig - Bikarkeppni Bridgesambands Íslands
Gullstig - Íslandsmót í einmenningi
Önnur mót á vegum B.S.Í.
Landstvímenningur
Bridgehátíð
Firmakeppni B.S.Í.
Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar