Hegðunarviðmið

Hegðunarviðmið fyrir iðkendur


1. Komdu fram af virðingu
a. Komdu eins fram við alla óháð aldri, kyni, kynþætti, kynhneigð, fötlun,
stjórnmálaskoðunum, uppruna, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.
b. Berðu virðingu fyrir einstaklingum óháð getu eða metnaði til að ná árangri.
c. Sýndu íþróttinni virðingu og virtu reglur hennar, venjur og siði.
d. Berðu virðingu fyrir andstæðingum, dómurum, foreldrum/forsjáraðilum,
sjálfboðaliðum, þjálfurum og öðru starfsfólki.
e. Leggðu þitt að mörkum til að skapa jákvætt andrúmsloft sem er laust við
líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi.


2. Vertu heiðarleg(ur)
a. Farðu eftir reglum íþróttarinnar og komdu fram af fullkomnum heilindum og
háttvísi gagnvart sjálfum þér og öðrum.
b. Leggðu þitt að mörkum til að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi sem er
laust við vímuefni og árangursbætandi lyf.
c. Taktu aldrei þátt í veðmálum, fjárhættuspilum eða viðskiptum í tengslum við
íþróttaviðburði þar sem þú getur haft áhrif á úrslit. Veittu aldrei upplýsingar
um íþróttir sem þú eða aðrir geta hagnast á.


3. Vertu góð fyrirmynd bæði innan sem utan vallar
a. Berðu ábyrgð á eigin hegðun.
b. Gerðu þitt besta þannig að þú fáir sem mest út úr æfingunni.
c. Vertu sanngjarn, tillitssamur og heiðarlegur og hafðu það hugfast að þú ert
fyrirmynd yngri iðkenda.
d. Tileinkaðu þér heilbrigðan lífsstíl.
e. Misnotaðu ekki stöðu þína og vald með kynferðislegum tilburðum eða með
öðrum hætti.

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar