Stjórnarfundur 6. apríl 2022
Fundur hjá stjórn BSÍ var haldið miðvikudaginn 6. apríl 2022 kl. 18:00
Fundarmenn voru Brynjar Níelsson, Guðný Guðjónsdóttir, Dagbjört Hannesdóttir, Gunnar Björn Helgason, Hrannar Erlingsson og Matthías Imsland. Gunnlaugur Karlsson og Sigurður Páll Steindórsson voru forfallaðir.
- Fundargerð síðasta fundar
Engar athugasemdir voru við fundargerð síðasta fundar. Fundargerðir eru vistaðar á bridge.is.
- Fastanefndir
Framkvæmdastjór lagði fram tillögu um skipan í fastanefndir. Tillaga samþykkt eftir nokkra umræður. Sjá viðauka við fundagerð.
- Landsliðsmál
GBH greindi frá því að landsliðsnefnd muni velja lið til þátttöku í opnum flokki og kvennaflokki á NM í Finnlandi í lok maí og EM í Portúgal í júní.
Valið vegna NM verður kynnt í næstu viku og val vegna EM í vikunni eftir úrslit Íslandsmótsins.
Af fjárhagsástæðum verða einungis send tvo pör í hvorum flokki til þátttöku á NM auk fararstjóra sem gegnir hlutverki varamanns ef í nauðir rekur.
Öllum kostnaði við bæði mót verður haldið í algjöru lágmarki.
- Starfið framundan
Íslandsmót kvenna í sveitakeppni verður um næstu helgi. Skráningar eru langt undir væntingum en mótið verður haldið óháð þátttöku.
Úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni verða að þssu sinni haldin í Þorlákshöfn. Rætt var um að halda æfingar fyrir landsliðshóp kvenna samhlið og jafnvel hafa opið mót.
Þarf að fara í vinnu gerð mótaskrár fyrir næsta tímabil innan tíðar.
- Rekstur
Rekstur sambandsins er mjög þungur vegna mikils tekjufalls undanfarin tvö ár. Framkvæmdastjóri og forseti vinna að tekjuöflun en fleiri þarf að borðinu.
- Önnur mál
Fleira var ekki rætt og fundi slitið. Ekki seinna vænna þar sem nemendur Bridge skólans streyma í salinn J