Stjórnarfundur 6. apríl 2022

sunnudagur, 10. apríl 2022

Hér er fundagerð á .pdf formi 

Fundur hjá stjórn BSÍ var haldið miðvikudaginn 6. apríl 2022 kl. 18:00
Fundarmenn voru Brynjar Níelsson, Guðný Guðjónsdóttir, Dagbjört Hannesdóttir, Gunnar Björn Helgason, Hrannar Erlingsson og Matthías Imsland. Gunnlaugur Karlsson og Sigurður Páll Steindórsson voru forfallaðir.

 

  1. Fundargerð síðasta fundar

Engar athugasemdir voru við fundargerð síðasta fundar. Fundargerðir eru vistaðar á bridge.is.

  1. Fastanefndir

Framkvæmdastjór lagði fram tillögu um skipan í fastanefndir. Tillaga samþykkt eftir nokkra umræður. Sjá viðauka við fundagerð.

  1. Landsliðsmál

GBH greindi frá því að landsliðsnefnd muni velja lið til þátttöku í opnum flokki og kvennaflokki á NM í Finnlandi í lok maí og EM í Portúgal í júní.

Valið vegna NM verður kynnt í næstu viku og val vegna EM í vikunni eftir úrslit Íslandsmótsins. 

Af fjárhagsástæðum verða einungis send tvo pör í hvorum flokki til þátttöku á NM auk fararstjóra sem gegnir hlutverki varamanns ef í nauðir rekur.

Öllum kostnaði við bæði mót verður haldið í algjöru lágmarki.

  1. Starfið framundan

Íslandsmót kvenna í sveitakeppni verður um næstu helgi. Skráningar eru langt undir væntingum en mótið verður haldið óháð þátttöku.

Úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni verða að þssu sinni haldin í Þorlákshöfn. Rætt var um að halda æfingar fyrir landsliðshóp kvenna samhlið og jafnvel hafa opið mót.

Þarf að fara í vinnu gerð mótaskrár fyrir næsta tímabil innan tíðar.

  1. Rekstur

Rekstur sambandsins er mjög þungur vegna mikils tekjufalls undanfarin tvö ár. Framkvæmdastjóri og forseti vinna að tekjuöflun en fleiri þarf að borðinu.

  1. Önnur mál

Fleira var ekki rætt og fundi slitið. Ekki seinna vænna þar sem nemendur Bridge skólans streyma í salinn J

 

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar