Stjórnarfundur 19.apríl

mánudagur, 26. apríl 2021

  

Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands                           

19.apríl. 2021 - kl. 18:00.

Mætt eru Jafet,  Gunnar Björn, Sunna, Pétur, Sigurður Páll, Guðný, Ólöf og Ingimundur.

  • 1. Fundargerð síðasta fundar. Jafet setti fundinn. Fundargerð síðasta fundar var send út og er á vefnum.

  • 2. Spilamennska næstu vikur, sóttvarnir. Misjafnt er eftir klúbbum hvað þeir ætla að gera, sumir eru að byrja á meðan aðrir ætla að bíða til haustsins. Miðvikudagsklúbburinn ætlar að hefja sitt starf í vikunni og svo verður skipt yfir í sumarbridge með vorinu.

  • 3. Kvennamót á RealBridge, liðið. Jafet leggur til að 4 efstu pörin, úr mótaröð Vigfúsar í síðustu viku, skipi liðið. Það er samþykkt með 5 atkvæðum. Mótið fer fram 24-25. apríl Jafet biðst afsökunnar á því ruglinu í kringum valið. Pörin sem efst urðu eru: Harpa Fold Ingólfsdóttir og María H Bender- Sigrún Þorvarðsdóttir og Ólöf Ingvarsdóttir - Hrafnhildur Skúladóttir og Soffía Daníelsdóttir - Dagbjört Hannesdóttir og Áróra Jóhannesdóttir. Varapör verða boðuð inn ef einhver af þessum fjórum pörum getur ekki spilað. Liðinu boðið að velja sér sjálft fyrirliða. Jafet sér um að tilkynna viðkomandi að þær hafi verið valdar í liðið.

  • 4. Norðurlandamót á RealBridge 29.-30. Maí. Jafet ætlar að tala við Anton Haraldsson um að taka að sér að velja og stjórna opna flokknum. Í öðrum flokkum, kvenna, öldunga og blandaðra para, er auglýst eftir áhugasömum pörum og landsliðsnefnd velur svo liðið. Umsóknarfrestur rennur út 5. Maí og stefnt að því að tilkynna val á liðunum 7. maí

  • 5. Uppgjör á tjónamálum í Síðumúlanum. Bridgesambandið kostaði uppgerð á 2 klórettum, karla og fatlaðra, og kostaði það um 700þús, á móti kom allnokkur upphæð fyrir bækur og annan búnað sem skemmdist í lekanum.

  • 6. Ársþingi. Samþykkt að halda þingið 9.maí í húsnæði sambandsins. Ólöf sendir út tilkynningar til aðildarfélaga. Ingimundur tilkynnti að hann myndi óska að ganga úr stjórninni.

  • 7. Bermúdaskálin. Rætt um hvað gera skuli í haust þegar 30 ár verða liðin frá sigrinum glæsta. Skrifað verður bréf til sjónvarpsins og Jafet ætlar að halda fund með Heimsmeisturunum. Þessa atburðar verður minnst vel í haust.

  • 8. Nýliðaæfingabúðir. Gunnar Björn vék af fundi á meðan þetta mál var afgreitt. Ómar Olgeirsson og Gunnar Björn Helgason hafa sótt um styrk til að halda æfingabúðir fyrir nýliða í ágúst. Samþykkt að styrkja þetta um 15.000 á mann mjög gott framtak hjá þeim félögum

  • 9. Önnur mál. Jafet mun svara bréfi sem stjórninni barst frá Önnu Guðlaugu Nielsen. Rætt um að fréttir BSÍ sem birtast á síðu sambandsins þurfi einnig að birtast á Facebook. Samþykkt að framkvæmdastjóri fylgist með Bridgespjallinu og setji þar inn nauðsynlegar fréttir og tilkynningar.

Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18.50

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar