Stjórnarfundur 27.jan. 2021

mánudagur, 1. febrúar 2021

Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands                           

27.jan. 2021 - kl. 18:00.

Mætt eru Jafet,  Gunnar Björn, Ingimundur, Sigurður Páll, Denna og Ólöf.

  • 1. Fundargerð síðasta fundar. Jafet setti fundinn. Fundargerð síðasta fundar var send út og er á vefnum.

  • 2. Húsnæðismál. Verið er að gera við húsnæðið í kjölfar vatnstjóns. Það varð leki á loftinu og flæddi niður og skemmdi loft, veggi og gólf að hluta. Tryggingarnar sjá að mestu um þetta nema hvað klósettin eru tekin í gegn í leiðinni á okkar kostnað, þau fóru ekki nógu illa. Einnig er ráðgert að endurnýja gardínur en ekki víst að það verði fyrr en næsta vetur. Verið er að meta hvort setja eigi vínylpartket eða harðparket. Verklok eru áætluð um 15.febrúar. Einnig er verið að meta kostnað við að endurnýja lýsingu og hefur rafvirki verið fenginn til að skoða málið.

  • 3. Bridgehátíð. Samþykkt að slá hana endanlega af borðinu þetta árið. Stefnt á veglega hátíð í lok janúar 2022 .

  • 4. Hvenær á að byrja að spila? Samkvæmt tilmælum frá menntamálaráðuneytinu mættum við koma 50 saman. Ákveðið að taka stöðuna þegar viðgerð á húsnæðinu líkur. Einhverjir klúbbar eru þegar byrjaðir.

  • 5. Landsliðsmál, Evrópumót 2021 Madeira. Bretar hafa sent stjórn Evrópska bridgesambandsins bréf þess efnis að þeir hræðist að geta ekki sent lið til leiks vegna covid19. Fleiri þjóðir eru hræddar um þetta. Ákveðið að bíða með frekari landsliðsmál amk fram í lok febrúar. Þá skýrist líka hvort verður af Norðurlandamóti í lok maí sem vera á í Finnlandi. Rætt um þjálfaramál.

  • 6. Samningur við menntamálaráðuneytið. Jafet hafði samband við ráðuneytið og komst að því að við getum sótt um styrk í sjóð sem er ætlaður þeim sem ekkert hafa fengið í styrki vegna covid19, um er að ræða 50-70 milljóna sjóð. Fáum 1 árs framlengingu á ríkisstyrknum en án vísitölu. Forseti fékk umboð til að skrifa undir samninginn við ráðuneytið.

  • 7. Ársþing BSÍ. Jafet leggur til að við þingum 28. Febrúar og hæfist árþingið kl. 15.00 Afgreiða þarf 2 ársreikninga til að færa reikningsárið yfir á almanaksárið. Lagabreytingar eru tilbúnar og verða kynntar fljótlega. Ólöf mun setja upplýsingar inn á heimasiðuna.

  • 8. Fréttir af EBL. 3 spilarar hafa verið dæmdir í keppnisbann, 1 í eins árs en hinir í fáeina mánuði. Setja þarf lög um netspilamennsku landssambanda.

  • 9. Önnur mál. Krakkaspilamennska. Stefnt að því að hefja spilamennsku krakka um leið og húsnæðið verður klárt vonandi um miðjan febrúar.

Næsti fundur verður 24. febrúar kl. 18.00

Fundi slitið kl.18:45

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar