Stjórnarfundur 16.des. 2020

mánudagur, 21. desember 2020

Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands                           

16.des. 2020 - kl. 18:00.

Mætt eru Jafet,  Gunnar Björn, Ingimundur, Sigurður Páll, Denna, Pétur, Sunna og Ólöf.

  • 1. Fundargerð síðasta fundar. Jafet setti fundinn. Fundargerð síðasta fundar var send út og er á vefnum.

  • 2. Fundur með menntamálaráðuneytinu. Jafet fundaði með fulltrúum ráðuneytisins og býðst okkur óbreyttur samningur við ráðuneytið til eins árs. Ráðuneytið ánægt með framkvæmd á samningum Líklega fáum við ekkert af því sem ráðuneytið er að úthluta vegna Covid19, við stöndum einfaldlega of vel. Jafet mun fylgja málinu eftir gagnvart ráðuneytinu og reyna að fá smá hækkun á framlagi ríkisins

  • 3. Covid19. Engar breytingar verða gerðar á samkomutakmörkunum fyrr en í fyrsta lagi 12. jan. Ekki líklegt að hægt verði að hefja spilamennsku í bráð.

  • 4. Ársþing BSÍ. Fundurinn verður um miðjan mars og verður á netinu ef annað verður ekki í boði. Stefnt að því að afgreiða 2 ársþing, 2 ársreikninga, og færa starfsárið þannig yfir á almanaksárið.

  • 5. Bridgehátíð. Ljóst er að ekki verður bridgehátíð í janúar en stefnt að því að halda hana um miðjan maí ef bólusetning gengur vel. Jafet mun tilkynna Hörpu um að Bridgehátíð verði ekki haldin í lok janúnar og leita eftir nýjum samningi um mót fyrstu eða aðra vikuna í maí.

  • 6. Fréttir af EBL. Jafet fór yfir nokkur mál Evrópska bridgesambandsins og þar eru svindlfréttir mjög ofarlega. Ljóst að vont er að eiga við netsvindl og jafnvel möguleiki að einstaka landssamband gæti verið skaðabótaskylt eftir ærusviptingar. Evrópu meistara mótið verður haldið á Madeira um miðjan júní.

  • 7. Fundur með forsetum Bridgesambandanna Norðurlandanna. Síma og zoomfundur var haldinn 14. Des. Jafet fór yfir stöðuna, Finnar eru áhyggjufullir vegna svartsýni annarra ríkja fyrir Norðurlandamóti sem á að halda í maí/júní 2021. Slæmt hljóð í Dönum og Svíum, ákveðið að boða til annars fundar í lok febrúar og ákveða með Norðurlandamótið.

  • 8. Önnur mál. Jafet greindi frá því að uppgjör eldhúsframkvæmda hefðu farið fyrir dóm hvar dæmt var okkur í vil. Bjarni H Einarsson rak málið fyrir okkur. Rætt um netspilamennsku. Tvö stór netmót verða milli jóla og nýus árs BH þann 28. Des og BR 30. Des. Vigfús hefur verið dulegur með mót á netinu

Næsti fundur verður 27.janúar 2021,  kl 18:00

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar