Stjórnarfundur 11.nóv. 2020

mánudagur, 16. nóvember 2020

Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands                           

11. nóv. 2020 - kl. 18:00.

Mætt eru Jafet,  Gunnar Björn, Ingimundur, Sigurður Páll, Denna, Pétur og Ólöf.

  • 1. Fundargerð síðasta fundar. Jafet setti fundinn. Fundargerð síðasta fundar var send út og er á vefnum.

  • 2. Starfið framundan - Covid19. Samþykkt að hefja spilamennsku í húsinu þegar 50 manns mega koma saman. Mælst til þess að fólk spili með grímur þegar þar að kemur.

  • 3. Ársþingið. Lögum samkvæmt átti þingið að vera 3.helgina í október, en það var ei gerlegt. Samþykkt að halda þingið í lok febrúar eða byrjun mars.

  • 4. Bridgehátíð. Mótið hefur ekki verið slegið af ennþá, ákvörðun um hvort það verður haldið verður tekin á fundi stjórnar þann 16.desember. Jafet kannar með samninginn við Hörpu.

  • 5. Landsliðsmál. Umræður um landsliðsmál, bæði opna flokkinn og kvenna flokkinn. Stefnt að því að hefja æfingar eftir áramót

  • 6. Heims- og Evrópusambandið. Jafet upplýsti stjórnina um gang mála. Kosið var um 3 sæti í stjórn heimssambandsins og hlutu 2 konur kosningu. 6 Evrópubúar voru í framboði en hlutu ekki kosningu. Fulltrúi Kína, Argentínu og Suður Afiríku náðu kosningu. Það hafa verið haldnir 3 stjórnarfundir í Bridge Evrópusambandinu í haust á Zoom. Það hefur þurft að endurskipuleggja öll mót. Það hafa 3 ríki bæst við í sambandið, Lúxemburg, Hvíta-Rússland og Georgía. Nú eru 45 ríki í sambandinu Fyrirhugað er að halda opið Evrópumót í Búlgaríu í febrúar 2021, verður kynnt fyrir Bridgeáhugamönnum á Íslandi

  • 7. Önnur mál. Ekkert bókað undir þessum lið.

Næsti fundur verður miðvikudaginn 16. Desember, kl. 18.00

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar