Stjórnarfundur 11.nóv. 2020
Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands
11. nóv. 2020 - kl. 18:00.
Mætt eru Jafet, Gunnar Björn, Ingimundur, Sigurður Páll, Denna, Pétur og Ólöf.
-
1. Fundargerð síðasta fundar. Jafet setti fundinn. Fundargerð síðasta fundar var send út og er á vefnum.
-
2. Starfið framundan - Covid19. Samþykkt að hefja spilamennsku í húsinu þegar 50 manns mega koma saman. Mælst til þess að fólk spili með grímur þegar þar að kemur.
-
3. Ársþingið. Lögum samkvæmt átti þingið að vera 3.helgina í október, en það var ei gerlegt. Samþykkt að halda þingið í lok febrúar eða byrjun mars.
-
4. Bridgehátíð. Mótið hefur ekki verið slegið af ennþá, ákvörðun um hvort það verður haldið verður tekin á fundi stjórnar þann 16.desember. Jafet kannar með samninginn við Hörpu.
-
5. Landsliðsmál. Umræður um landsliðsmál, bæði opna flokkinn og kvenna flokkinn. Stefnt að því að hefja æfingar eftir áramót
-
6. Heims- og Evrópusambandið. Jafet upplýsti stjórnina um gang mála. Kosið var um 3 sæti í stjórn heimssambandsins og hlutu 2 konur kosningu. 6 Evrópubúar voru í framboði en hlutu ekki kosningu. Fulltrúi Kína, Argentínu og Suður Afiríku náðu kosningu. Það hafa verið haldnir 3 stjórnarfundir í Bridge Evrópusambandinu í haust á Zoom. Það hefur þurft að endurskipuleggja öll mót. Það hafa 3 ríki bæst við í sambandið, Lúxemburg, Hvíta-Rússland og Georgía. Nú eru 45 ríki í sambandinu Fyrirhugað er að halda opið Evrópumót í Búlgaríu í febrúar 2021, verður kynnt fyrir Bridgeáhugamönnum á Íslandi
-
7. Önnur mál. Ekkert bókað undir þessum lið.
Næsti fundur verður miðvikudaginn 16. Desember, kl. 18.00