Stjórnarfundur 6.okt. 2020
miðvikudagur, 7. október 2020
Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands
Íslands
6. Okt. 2020 kl. 18.00.
Mætt eru Jafet, Gunnar Björn, Denna og Sigurður
Páll. Aðrir boðuðu forföll Denna, Pétur, Sunna og
Ólöf.
-
1. Fundargerð síðasta fundar. Jafet setti
fundinn. Fundargerð síðasta fundar var send út og er á vefnum.
-
2. Covid 19 og starfið framundan. Samþykkt að
engin spilamennska færi fram í Bridgehimilinu að minnsta kosti til
19. Október, öllum mótum verður frestað eða þeim aflýst, nánar um
það síðar.
-
3. Ársþing BSÍ 18. Okt..
Ákveðið að fresta ársþingi, verður sennileg um miðjan nóvember.
Skýrsla forset og ársreikningar tilbúið, Jafet er búinn að fara
yfir lögin og eru þau tilbúinn til framlagningar. Ákveðið að setja
þessi gögn á netið í næstu viku.
-
4. Svindmál. Jafet upplýsti um gang mála
varðandi svindl á netinu. Bridgesambandið hefur ekki skýrar reglur
eða lagafyrirmæli um að fjalla um slík mál, en hvetur alla
Bridgespilara til að vera heiðarlegir í sinni spilamennsku.
-
5. Landsliðsmál. Ákveðið að fresta öllum
landsliðsmálum fram í janúar, Jafet mun ræða við Anton varðandi
opna flokkinn og hann mun sjá um landsliðið fram yfir Evrópumót í
júní 2021.
-
6. Framkvæmdir í Síðumúlanum Minniháttar
lagfæringar eru eftir á eldhúsi. Fljótlega á næsta ári þarf að
kanna lagfræingar utan húss í samvinnu við aðra eigendur
hússins.
-
7. Önnur mál. Denna mun standa fyrir því ásamt
öðrum að eldri borgurum verði kennt að spila bridge á netinu,
áformað að kenna 6 manns í einu.
Næsti fundur áætlaður í lok október
Fundi slitið um 18:45