Stjórnarfundur 10.sept.

þriðjudagur, 15. september 2020

Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands                             27.maí 2020 - kl. 17:30.

Mætt eru Jafet,  Gunnar Björn, Sigurður Páll, Denna, Sunna og Ólöf. Ingimundur og Pétur boðuðu forföll

  • 1. Fundargerð síðasta fundar. Jafet setti fundinn. Fundargerð síðasta fundar var send út og er á vefnum.

  • 2. Starfið í vetur. Sumarbridge verður til 23. September, bridgeklúbbar eru að fara af stað vítt og breytt um landið. Bridgeskólinn hjá Guðmundi Páli verður ekki starfræktur fram að áramótum en námskeið hefjast um miðjan janúar 2021. Bridgekennsla verður fyrir börn og unglinga næstu 3 laugardaga, auglýst á facebook.

  • 3. Íslandsmótið. Mótið fellur niður í ár. Jafet hefur verið í sambandi við Hörpu og það verða ekki vandamál með leigugreiðslur. Önnur mót með hefðbundnu sniði

  • 4. Ársþing BSÍ, Ákveðið að ársþing Bridgesambandsins verði haldið í húsakynnum sambandsins sunnudaginn 18. Október kl. 13.00. Jafet gefur kost kost á sér áfram sem forseti sambandsins og hann mun ræða við aðra stjórnarmenn um áframhaldandi stjórnarsetu. Ákveðið að leggja fyrir ársþingið breytingu á lögum þannig að reikningsár Bridgesambandsins verði almannaks árið en ekki til 1. Ágúst eins og nú er. Ársreikningur liggur fyrir í drögum og er útlit fyrir smávegis hagnað af rekstri sambandsins.

  • 5. Svindmál. Komið hafa fram kvartanir að verið sé að svindla á mótum sem fram fara á netinu, mót þessi voru ekki á vegum BSÍ. Stjórnin sammála því að það settur dökkan blett á bridge íþróttina ef verið sé að svindla við að spila bridge. Evrópska Bridgesambandið hefur ályktað um þetta mál og eins hefur vefurinn bridgebase.com ályktað um þetta mál. Jafet mun setja inn smá pistil um þetta mál á heimasíðu Bridgesambandsins.

  • 6. Reykjavík Bridgehátíð. Hátiðin verður á sínum tíma í lok janúar 2021, reynt verður að fá einhver fræg nöfn til að mæta á hátíðina hún verður auglýst í blöðunum fljótlega ásamt bridgestarfinu.

  • 7. Heimildarmynd um Bridge, Jón Óttar er að taka myndina upp og stefnir á ð koma til Íslands í lok árs til að taka upp.

  • 8. Evrópusambandið í Bridge. Ársþing Evrópusambandsins í Bridge átti að vera í júní á Madeira, það verður núna á netinu með hjáp zoom, miðvikudaginn 4. Nóvember. Samþykkt að Jafet og Ólöf fari með atkvæði Íslands, ekki verður kosið í stjórn núna og mun Jafet sitja eitt ár til viðbótar í stjórninni. Fjárhagur sambandsins góður, en griptið var til mikilla sparnaðaraðgerða í fyrra.

  • 9. Önnur mál. Jafet greindi frá bréfi til stjórnar frá Friðjóni Þórhallssyni varðandi ákvörðun keppnisstjóra í Bikarkeppninni þann 29. Ágúst, samþykkt að Sigurður Páll og Jafet svari þessu bréfi. Sunna benti á að hjálstóla aðgengi væri ekki nógu gott við útidyr, verið er að steypa í planið. Jafet greindi frá Háskólakepnni á netinu.

Næsti fundur ákveðinn 6. Október kl. 18.00

Fundi slitið um 19.1

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar