Stjórnarfundur 4.maí 2020

fimmtudagur, 14. maí 2020

Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands                             4.maí 2020 - kl. 17:30.

Mætt eru Jafet,  Gunnar Björn, Ingimundur, Sigurður Páll, Denna, Pétur og Ólöf.

  • 1. Fundargerð síðasta fundar. Jafet setti fundinn. Fundargerð síðasta fundar var send út og er á vefnum.

  • 2. Evrópumót á Madeira. Mótinu hefur verið frestað um 1 ár. Auglýst verður eftir áhugasömum spilurum í kvennaflokki og öldungaflokki í sept/okt. Ný lið verða valin um mánaðarmótin feb-mars 2021. Opni flokkurinn verður skipulagður í samráði við Anton Haraldsson, en hann mun halda utan um þjálfun liðsins eins og verið hefur.

  • 3. Íslandsmót í sveitakeppni. Engin ákvörðun tekin að sinni, ákveðið að bíða frekari upplýsinga af afléttingu fjöldatakmarkana. Kannað verður með hug félaga varðandi frekari keppni, Ólöf og Jafet kanna málið og leggja málið fyrir stjórnina að nýju.

  • 4. Kjördæmamót. Sama staða og með Íslandsmót, menn sammála um að Íslandsmót hafi forgang, þannig að Kjördæmamótið verður væntanlega í haust. Reynt verður að koma bikarkeppni af stað sem fyrst.

  • 5. Sumarbridge. Ákveðið að byrja í maí með spilamennsku og passa upp á að fylgja gildandi fjöldatakmörkunum sem leyfa 12 borð til að byrja með. Vel er hægt að sitja fjær borðum en venjulega og gefa rými upp á 2 metra. Stefnt að því að hefja spilamennsku 18. maí og spila tvisvar í viku, fyrst um sinn hámark 50 manns. Pétur og Jafet koma með reglur varðandi fyrikomulag á spilamennsku.

  • 6. Húsnæðismál. Ekkert hefur ennþá fundist sem hentar okkur. Leit haldið áfram, styttist í að gera þurfi töluvert við húsið að utan. Lokið hefur verið við að pússa öll borð og lakka þau.

  • 7. Heimildamynd um bridge: Jón Óttar - Samþykkt hafði verið að styrkja gerð myndarinnar um 400.000, helmingur greiddur fljótlega og hinn helmingur þegar myndin er fullkláruð, Jafet hefur sent Jóni Óttari efni.

  • 8. Önnur mál. Siglómótið verður spilað 11-13. September. Búið er að bóka húsnæði fyrir undanrásir Íslandsmót í sveitakeppni 2021 dagana 9.-11. Apríl og úrslit 22.-25.apríl. Næsti stjórnarfundur líklega í lok maí.

Fleira ekki gert og fundi slitið um 18:20