Stjórnarfundur 12.feb. 2020
Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands 12. febrúar 2020 - kl. 17:30.
Mætt eru Jafet, Gunnar Björn, Ingimundur, Sigurður Páll, Sunna, Pétur og Ólöf.
-
1. Fundargerð síðasta fundar. Jafet setti fundinn. Fundargerð síðasta fundargerð var send út og er á vefnum.
-
2. Bridgehátíð. Hátíðin fór vel og hnökralaust fram, tæknimálin gengu vel og Brenning var ánægður. Fréttablaðið kom og gerði frétt um mótið, Mbl stóð sig vel og birti frétt af setningunni og eins úrslit af mótinu. En RÚV var hvergi sjáanlegt enn eitt árið þrátt fyrir að eftir þeim væri óskað. Jafet sótti um styrki til nokkurra fyrirtækja í sambandi við mótið og söfnuðust 400-500þús. Hátíðin kom út með smá hagnaði.
-
3. Landsliðsmál. Guðmundur Páll heldur heldur úti æfingum fyrir kvennfólkið. Liðið valið í lok mars. Toni er að þjálfa Opna flokkinn en þar eru aðeins 4 pör eftir. Ólöf og Jafet eru að huga að gistimöguleikum og fleiru á Madeira.
-
4. Nýliðunarmál. Bilde hjónin eru til á að koma og hjálpa okkur að komast af stað með kennslu í skólum. Til stendur að fara í ca. 3 skóla til reynslu. Munum fá kennsluefni frá Dönunum, finna þarf góðan þýðanda.
-
5. Framkvæmdamál. Matsmaður fór yfir framkvæmdir í eldhúsi og mat þær upp rúmar 1 mkr og er búið að gera upp við verktaka samkvæmt því. Vonast eftir að þar með sé málinu lokið. Hugað verði að málun á stigagangi í vor og sumar.
-
6. Mót framundan. Undanrásirnar verða á Hótel Natura og úrslitin í sal Ferðafélagsins. Íslandsmótið í tvímenningi verður í húsnæði BSÍ, athugað var með að fara með það á hótel en það reyndist allt of dýrt.
-
7. Fundur með formönnum. Ákveðið að funda með formönnum félaga og sambanda föstudaginn 17. apríl, í aðdraganda undanrásanna. Jafet og Pétur bera hitann og þungann af undirbúningi fundarins.
-
8. Önnur mál. Jafet var í Svíþjóð á EM í handbolta og notaði tækifærið til að funda með formönnum norðurlandasambandanna og var fundað á Kastrup flugvelli. Næsta Norðurlandamót verður í Finnlandi, mjög góð samstaða er meðal Norðurlandanna sem lýsir sér best í að nú eiga Norðurlöndin þrjá fulltrúa í stjórn EBL.
Næsti fundur verður þann 15.apríl kl. 18:00.