Stjórnarfundur 8.janúar 2020
mánudagur, 13. janúar 2020
Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands
Íslands
8. Janúar 2020 - kl. 17:30.
Mætt eru Jafet, Guðný, Gunnar Björn, Sigurður
Páll, Sunna, Pétur og Ólöf. Ingimundur boðaði forföll
-
1. Fundargerð síðasta fundar. Jafet setti
fundinn.Fundargerð síðasta fundar var send út og er á vefnum.
-
2. Reykjavík Bridgehátíð Jafet fór yfir
fyrirkomulagið, menntamálaráðherra setur mótið, Jafet býður
keppendur velkomna, Denna með Ólöf munu sjá um verðlaunaafhendingu.
Jafet mun sjá um trompetliekara í verðlaunaafhendinguna
Keppnistórar og starfslið klárt. Jafet og Ólöf munu eiga fund með
starfsliði Hörpu og veitingastaðarins. Góð skráning er í mótið.
-
3. Nýr vefur. Sigurður sagði lítið vanta upp á
að nýr vefur Bridgesambandsins færi í loftið, búið væri að prófa
vefinn og eitt mót hefði verið sett inn á hann.
-
4. Nýliðun -Bridgeskólinn. Jafet greindi frá
auglýsingum sem birtast munu á næstu dögum í dagblöðum, hálfsíða
þar sem Bridgeskólinn er auglýstur sérstaklega, góð skráning er á
byrjendanámskeið. Nýliðun krakkaspilamennska verður 25. Janúar og
skipulögð dagskrá fram á vor. Ákveðið að hafa ókeypis á nýliða
námskeið fram á vor. Athuga með auglýsingar hjá ÍTR fyrir sumar
námskeið.
-
5. Landsliðsmál. Jafet fór yfir málin, Anton er
með skipulagða þjálfun í Opna flokknum fram á vor. Fundur með eldri
flokknum 9. Jan og þeim pörum sem hafa gefið kost á sér í
kvennalandsliðið 21. Janúar. Tilkynna þarf nöfn í landsliðum fyrir
15. Apríl stefnt að því að val liggi fyrir 15. Mars n.k. á öllum
landsliðum.
-
6. Framkvæmdir í Síðumúlanum. Jafet fór yfir að
nauðsynlegt væri að ráðast í endurbætur á húsnæðinu að utan og
stigagangi. Einnig þarf að klára minniháttar framkvæmdir innan
húss. Jafet og Ólöf munu eiga fund með öðrum eigendum hússins.
-
7. Innri mál Bridgesambandsins. Ákveðið að hafa
fund með formönnum Bridgefélaga og svæðasambanda 20. Febrúar. BS'I
myndi sjá um ferðakostnað, Ólöf sér um að boða aðila, Jafet og
Pétur munu undirbúa málefnilega umræðu á fundinum. Öll stjórnin mun
taka þátt í þessum fundi.
-
8. Önnur mál. Rætt um að fara með Íslandsmót í
tvímenningi á hótel, Ólöf mun kanna kostnað, ákveðið að hætta gefa
stóra bikara, gefa frekar gjafabréf. Næsti stjórnarfundur ákveðinn
12. Febrúar kl. 17.30
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18.30