Stjórnarfundur 4.des 2019
Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands 4. desember 2019 - kl. 17:30.
Mætt eru Jafet, Guðný, Gunnar Björn, Ingimundur, Sigurður Páll, Sunna, Pétur og Ólöf.
-
1. Fundargerð síðasta fundar. Jafet setti fundinn.Fundargerð síðasta fundar var send út og er á vefnum.
-
2. Rekstur Sambandsins. Jafet fór yfir reksturinn í stórum dráttum, húsnæðið er vel nýtt, bæði daga og kvöld, af eldri borgurum 2 daga í viku og nokkrum bridgeklúbbum á kvöldin. Aðeins kemur fyrir að salirnir eru leigðir út til veisluhalda. Hjá sambandinu eru um 1,5 stöðugildi. Framkvæmdastjóri og gjafari. Sambandið hefur verið skuldlaust í um 3 ár. Sambandið þarf ekki að greiða fasteignagjöld þar sem við erum íþróttafélag. Til stendur að mála stigahúsið auk þess sem smávægilegar lagfæringar á sölunum eru eftir að sinni. Fram kom hjá forseta að styrkur ríkisins nemur um þriðjungi rekstrarfjár sambandsins en 2 þriðju eru sjálfaflafé. Styrkbeiðni vegna bridgehátíðar er að velkjast um í borgarkerfinu og hefur verið lengi. Jafet fær fund hjá borgarstjóra 11.des eftir margra mánaða bið. Styrkurinn er ætlaður til að auglýsa bridgehátíðina betur erlendis. Forseta og framkvæmdastjóra var falið að fara yfir samninga við klúbba utan BSÍ sem leigja aðstöðu.
-
3. Verkaskipting stjórnar. Rætt um hverjir halda utan um ákveðin verkefni á vegum sambandsins. Denna og Sunna eru með kvennabridge, Ingimundur og Denna með krakkabridge, Sigurður Páll sér um vefsíðugerðina. Jafet kemur með frekari verkaskiptingu á næsta fund
-
4. Myndasafn. Aðalsteinn Jörgensen er búinn að fara í gegnum myndasafn sambandsins og er búinn að skanna og skrá allt. Búið er að hengja upp um 30 myndir, vantar myndir frá 1950-1960. Því er allt til á rafrænu formi núna. Alli á miklar þakkir fyrir þá góðu vinnu að koma myndasfni í gott horf.
-
5. Endurbætur á húsinu. Meta þarf í samráði við meðeigendur þörf á framvæmdum og hvort byggt verði ofan á húsið. Jafet mun ræða við meðeigendur. Eins er stöðugt verið á útkikki eftir nýju húsnæði.
-
6. Landsliðsmál. Í opna flokkinn gáfu 6 pör kost á sér og hafa verið æfingar hjá þeim og verrða eftir áramót. Toni veelur landsliðið í mars. Þeir eru, Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sævarsson, Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson, Sveinn Rúnar Eiríksson og Guðmundur Snorrason, Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni Einarsson, Hrannar Erlingsson og Sverrir Kristinsson, Ómar Olgeirsson og Stefán Jóhannsson. Í kvennaflokki eru 7 pör og þau eru, Alda S. Guðnadóttir og Arngunnur Jónsdóttir, Bryndís Þorsteinsdóttir og Ólöf Þorsteinsdóttir, Svala Pálsdóttir og Inda Hrönn Björnsdóttir, Guðný Guðjónsdóttir og Þorgerður Jónsdóttir, Anna Guðlaug Nielsen og Helga Helena Sturlaugsdóttir, María Haraldsdóttir og Harpa Fold Ingólfsdóttir, Sigrún Þorvaðsdóttir og Sigríður Friðriksdóttir. Gæti bæst við eitt par. Í eldri spilara flokki eru 3 pör, Jón Þorvarðarson og Þórir Sigursteinsson, Björn Eysteinsson og Guðmundur Sveinn Hermansson, Haukur Ingason og Þorlákur Jónsson. Rætt um mikilvægi þess að fá liðsstjóra og þjálfara fyrir eldri spilarana.
-
7. Reykjavík Bridge Festival. Skráning er að lifna á hátíðina, búið er að skrifa undir 5 ára samning við HARPA.
-
8. Krakkaspilamennska. Rætt um að halda æfingar hálfsmánaðarlega fyrir krakkana eftir áramót. Fyrir áramót voru 2 skipti, 9.nóvember mættu 16 krakkar en aðeins 2 þann 23.nóvember.
-
9. Önnur mál. Rætt um að fara með Íslandsmót í tvímenningi á hótel, búið er að kanna kostnað við slíkt og verið að meta tilboð. Verið er að endurbæta vefinn, Jafet mun óska eftir leyfi Moggans um að mega birta á vefnum daglega pistla Guðmundar Páls dsem birtast í Mogganum.
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18.30
Næsti fundur 8.janúar kl. 17.30