Stjórnarfundur 9.október 2019

föstudagur, 11. október 2019

Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands 9. okt 2019 - kl. 17:30.

Mætt eru: Jafet,Gunnar Björn, Sigurður Páll, Guðný, Ingibjörg  og Ólöf. Ingimundur og Birkir Jón boðuðu forföll

  • 1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2.  Ársþing 20. Október kl. 15.00, ársreikningur er tilbúinn, Jafet og Ólöf ganga frá ársskýrslu, Jafet hafði sent stjórnarmönnum drög að sína skýrslu. Fyrir liggur að Birkir Jón og Ingibjörg munu hætta í stjórninni Jafet hefur rætt við tvo aðila að taka þeirra sæti.

3.   Landsliðamál, Jafet fór yfir stöðuna, Anton er með áætlun fyrir opna flokkinn, kvennaflokkur, Guðmundur Páll tekur æfingar með hópi sem sýnt hefur áhuga að spila. Valið í febrúar.              Jafet átti fund með Birni Eysteinssyni varðandi heldri mannaflokkinn, vantar mann til að leiða undirbúning.  Rætt um nokkur nöfn og mun Jafet setja sig í samband við þá.

  • 4. Evrópamótið á Madeira júni 2020, tilkynna þarf þáttöku fyrir 1. Mars og síðan senda liðsskipan fyrir 1. maí

  • 5. Reykjavík Bridge Festival. Undirbúningur fyrir næstu hátíð gengur vel. Jafet átti fund með forsvarsmanni Hörpu og vildi kanna að flýta hátíðinni árið 2021 um 1 viku, það getur reynst erfitt. Málið er ekki eins brýnt og áður þar sem búið er setja Monakó vetraraleikana síðar í febrúar og mars. Eftir umræðu var ákveðið að óska eftir sömu dagsetningu næstu árin, Jafet falið að óska eftir samningi við Hörpu til næstu 7 ár frá árinu 2021

  • 6. Endurbætur á Síðumúlanum, á næstu árum verður nauðsynlegt að laga húsnæðið að utan, leita enn að nýju húsnæði en það er mjög vandfundið

  • 7. Keppnisstjórar vantar fleiri. Bjóða þeim á námskeið, Ólöf setur tilkynningu inn á Bridgespjallið

  • 8. Kynningarmál, Jafet uipplýsti að hann hefði verið á Bylgjunni á mánudagsmorgun og fengið góðan tíma, Verður á Rás 1 í næstu viku og sennilega líka á K100

  • 9. Önnur mál. Ný heimasíða er á lokametrunum og ætti að komast í loftið á ársþinginu sem verður mikið fagnaðarefni. Síðasti stjórnarfundur Ingibjargar, Jafet þakkaði henni vel unnin störf.

Fundi slitið kl. 18:30, næsti fundur ákveðinn eftir ársþing

JSÓ

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar