Ársþing 20.okt. 2019

mánudagur, 21. október 2019

71. Ársþing BSÍ

Haldið í Síðumúla 37, sunnudaginn 20.okt 2019

  1. Jafet Ólafsson,forseti BSÍ setur fundinn,Guðmundur Baldsursson kosinn fundarstjóri og Sunna Ipsen fundarritari.

  2. Kosning Kjörbréfanefndar: Hörður Einarsson Sigurjón Harðarson og Bernódus Kristinsson

  3. Kosning Uppstillinganefndar: Stefán Vilhjálmarsson ,Kristján Már Gunnarsson og Hrannar Erlingsson.

  4. Skýrsla stjórnar BSÍ:  Jafet greinir frá henni. 10 fundir haldnir á tímabilinu,rætt mikið um aðgerðir stjórnar til að auka nýliðun í bridge. Má þar nefna kynningar í framhaldsskólum og á Facebook,ókeypis námskeið fyrir 25 ára og yngri og síðan ýmsar auglýsingar. Nær uppselt á byrjendanámskeið GPA í Bridgeskólanum. Hvatt til að allir sem spila bridge séu duglegir að kynna spilið í sínu nærumhverfi. Vonast er til að bein útsending fáist í gegn frá Reykjavik Bridge Festival (RBF). Áframhaldandi bardagi við hið opinbera með styrk fyrir RBF,Birkir Jón ómissandi í þeim bardaga og náðist samningur við Menntamálaráðuneytið til þriggja ára upp á 13 mkr. á hverju ári. Reykjavíkurborg hefur neitað að styrkja hátíðina að gera samning um 1,2 mkr styrk æárleg til næstu þriggja ár En málið er enn í vinnslu hjá ÍTR um styrk á næsta ári. Mikill skortur er á jafnræði með Skáksambandinu og Bridgesambandinu þegar kemur að styrkjum ,frá Reykjavíkurborg Rætt um mótaskrá,undirbúningur í höndum mótanefndar Rætt ítarlega um húsnæðismál,leyfi til að byggja ofan á eignina er til staðar og mörg tilboð hafa borist í eignina en ekki hefur fundist heppilegt húsnæði í staðinn. Komið upp umræða um að BSÍ og Skáksambandið gætu samnýtt húsnæði. Andlitslyfting hefur verið gerð á Síðumúla 37 nýtt eldhús og allt málað, framkvlæmdir kostuðu rúmar 4mkr. Góð þáttaka á RBF 2019 og stefnt að 600 keppendum árið 2021. Ánægja með Hörpu,stefnt að því að endurnýja samning sem rennur út á næsta ári og gerður yrði samningur til 5 ára.

Send voru 2 landslið á Norðurlandamótið 2019.. Anton mun þjálfa opna hópinn fram yfir Evrópumót. Opni flokkurinn varð Norðurlandameistari,vegleg mótttaka hjá Menntamálaráðaráðherra í Ráðherra bústaðnum fyrir meistarana. Jón Baldursson tekinn inn í Frægðarhöll Bridgesambands Evrópu. Íslenskir keppendur voru á mörgum sterkum mótum erlendis,margir íslenskir keppendur á Madeira 2018 og Jón og Bessi unnu sterkt mót í Moskvu.

Jafet Ólafsson kosinn í stjórn Evrópska Bridgesambandsins og þar hefur myndast mikilvæg tenging við önnur Bridgesambönd. Þar átti sér stað hallarbylting eftir slæma fjármálastjórn undanfarið. Evrópumótið 2020 fer fram á Madeira, Anton og Guðmundur Páll þjálfa landsliðin.

Nýtt meistarastigskerfi,almenn ánægja með það.

Myndasafn BSÍ er í yfirhalningu, Aðalsteinn Jörgensen sér um það. Einnig er verið að vinna að því að koma myndasafninu á stafrænt form.

Kjördæmamót var í Kópavogi í maí, Bridgefélag Kópavog sá um það og tókst það mjög vel. Norðuljósamótið á Siglufirði haldið í september, framkvæmdin til fyrirmyndar há gunnari bæjarstjóra og félögum.

Ný heimasíða verður kynnt í lok fundarins,Sigurður Páll umsjón með þeirri vinnu.

Facebook spjallið verið vinsælt,Aðalsteinn Jörgensen verið mjög duglegur þar.

Kvennabrids:

Sérstök nefnd skipuð til að auka þátttöku kvenna í keppnisbrids,konur skila sér takmarkað úr námskeiðum á almenn spilakvöld. Sérstakar kvennaæfingar voru haldnar þrisvar sinnum og sáu Guðmundur Páll og Sveinn Rúnar um þau,um 60 konur mættu og mikil ánægja með þau,stefnt að því að halda áfram með þau.                                Glæsileg árshátíð kvenna haldin í maí.

Jón Baldursson tekinn inn Frægðarhöll Evrópska Bridgesambandsins,sigur á mótinu í Moskvu gerði útslagið með það. JB hefur spilað í landsliðum meira og minna í 40 ár.

Rætt hefur verið um að breyta starfsári Bridgesambandsins í almanaksárið.

Jafet gefur aftur kost á sér sem forseti,hann var endurkjörinn í stjórn Evrópusambandsins.

Skýrslu stjórnar lýkur.

  1. Kjörbréfanefnd,Sigurjón Harðarson í forsvari. 8 félög, með 22 atkvæði.

  2. Jafet gerir grein fyrir reikningum sambandsins. Rekstrartekjur 33 mkr,rekstrargjöld 32,8mkr. Góð staða hjá sambandinu,það hefur verið skuldlaust í 3 ár. Næsta ár verður kostnaðarsamt,send verða þrjú lið á EM og halda þarf áfram með viðhald á húsnæði. RBF kom út í plús. Fengið óformlegt fasteignamat á húsnæði sem hljóðaði upp á 80-100mkr.  Ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.

  3. Orðið laust um skýrslu og ársreikning:

Í hvaða ferli er byggingarétturinn? Rétturinn til að byggja ofan á húsið er metinn á um 30mkr. Þrír eigendur eru um hann. BSÍ er ekki með nein áform um að nýta sér hann. Kominn er tími á ytra viðhald.

Hvað skýrir lækkun á félagsgjaldatekjum? Ógreidd félagsgjöld.

Spurt um nýtt meistarastigakerfi,ekki felst nein breyting í því nema betra utanumhald og skráning. Reikningar eru því næst samþykktir.

  1. Formenn fastanefnda gefa skýrslu:

Mótanefnd - Sveinn Rúnar: Mótanefnd hefur lagst yfir mót síðustu 10 ára og skoðað þróun þeirra,hvað er að virka og hvað ekki. Árið 2018 voru tvö Íslandsmót sömu helgina,gaf góða raun. Einmenningur var tekinn út sökum dræmrar aðsóknar og flestir þeirra voru á frímiðum frá Sumarbridge. Hann verður e.t.v settur inn aftur sem einsdagsmót. Spiluð voru færri spil í Íslandsmóti kvenna í tvímenning til að skapa betri stemmingu. Stefnt er að því að reyna að styrkja social mót meira til að skapa meiri stemmingu. Þáttaka í Íslandsmót í tvímenning hefur dalað eftir það þau voru færð niður í Síðumúla,uppi eru vangaveltur um að spilarar vilji frekar hafa þau í betri húsnæði með betri þjónustu.

Breytt var um fyrirkomulag á deildarkeppni,fjölgað var um tvær sveitir. E.t.v var ekki nógu vel staðið að kynningu á þessari breytingu.

  1. Lagabreytingar: Engar

Kosning stjórnar,varastjórnar og fastanefnda:

 Tveir ætla úr stjórn,þau Ingibjörg og Birkir. Uppstillinganefnd kemur með eftirfarandi tillögur:

Jafet,forseti

Guðný Guðjónsdóttir,

Sigurður Páll Steindórsson,

Ingimundur Jónsson ,
Gunnar Björn Helgason

Varamenn: Sunna Ipsen og Pétur Reimarsson
Ólöf Þorsteinsdóttir áfram framkvæmdarstjóri 

Stjórn samþykkt einróma

  • - Dómstóll BSÍ. Endurkjörinn

  • - Löggiltur endurskoðandi Guðlaugur R. Jóhansson. Endurkjörinn

  • - Skoðunarmenn reikninga Sigurjón Harðarson og Ari Kr. Sæmundsen. Endurkjörnir. Varaskoðunarmenn Hrannar Erlingsson og Þóranna Pálsdóttir Endurkjörnir.

Ákvörðun ársgjalds. Óbreytt,130kr per spilara.

Önnur mál

  • a) Sigurjón Harðarson. Mjög slæmt að BSÍ sé að skaffa húsnæði til félaga sem standa utan BSÍ á sömu kvöldum og félög eru með sín spilakvöld. Leggur til að þessi félög fái ekki að spila á spilakvöldum svæðafélaganna. Einnig leggur hann til að landsliðin spili ekki á mánudagskvöldum þar sem BHf. líður mikið fyrir það.

  • b) Guðrún Jörgensen. Mjög ánægð með starf stjórnarinnar,Guðmund Pál og hans starf,spilamennsku eldri borgara. Á afmælismóti sem var haldið henni til heiðurs í sumar söfnuðust yfir 200 þúsund krónur til handa Barnaspítala Hringssins.

  • c) Sveinn Rúnar Eiríksson. Finnst það í lagi að fara að rukka hausagjald fyrir "utan"félögin,hvetur þau e.t.v. til að ganga í sambandið. Vísað til stjórnar.

  • d) Jafet. Eldri borgarar eru mjög ánægðir með þjónustu BSÍ

  • - Hann mun ræða við landliðsþjálfara um að velja hentugri kvöld.

  • - BSÍ félög fái forgang á spilakvöld.

Fræðslu-og nýliðunarnefnd

Ingimundur. Námskeið í samvinnu við ÍTR í sumar fyrir 9-12 ára. 12 börn komu,höfðu mjög gaman af. Stefnt að endurtekningu í nóvember.

Jafet. Fráfarandi stjórnarmönnum þökkuð störf og nýjir stjórnarmeðlimir boðnir velkomnir. Jafet þakkar endurkosningu. Stórt ár framundan.

Ársþingi slitið.

                                                           

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar