Stjórnarfundur 2.sept 2019
mánudagur, 9. september 2019
Fundargerð stjórnarfundar
Bridgesambands Íslands 2. september 2019 - kl.
17:00.
Mætt eru Jafet, Gunnar Björn, Sigurður Páll, Ingimundur
og Ólöf. Guðný mætti kl. 17:45. Ingibjörg hafði boðað
forföll og Birkir Jón varð að tilkynna forföll á síðustu
stundu.
•1.
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt og er á
netinu.
-
2. Starfið í vetur. Mótaskráin liggur fyrir og helsta breytingin
er seinkun á undanúrslitum og úrslitum í sveitakeppni en það er
vegna vandræða með hentugt húsnæði. En með þessu er hægt að fá inni
á Hótel Natura.
-
3. Ársþingið verður haldið 20 október og hefst klukkan 15:00.
Jafet hefur ákveðið að gefa kost á sér í forsetastól næsta
árið.
-
4. Landsliðsmál. Anton sér um opna flokkinn framyfir EM2020 á
Madeira. Auglýst verður eftir áhugasömum pörum í kvennaflokki.
Kvennaæfingar eru hafnar þó þær séu ekki beint landsliðstengdar þá
er þetta jákvætt og margar mættu á fyrstu æfingu.Nokkur áhugi er á
Senioraflokknum og líklega verður slíkt lið styrkt með einhverjum
hætti. Jafet kem með nöfn á 6 mönnum sem hann ætlar að kalla saman
varðandi æfingar og val á senioraliðinu. Samþykkt að senda 3
landslið í opna- kvenna- og senioraflokknum á Evrópumótið á Madeira
í júní 2020.
-
5. Reykjavík Bridgefestival. Undirbúningur gengur vel.
-
6. Norðurlandamót 2019. Ísland vann opna flokkinn með frábærum
lokaspretti. Forseti og framkvæmdastjóri sátu fund með norrænum
kollegum sínum samhliða mótinu. Norðulandasamstarfið gengur
vel.
-
7. Endurbætur á húsnæði. Jafet fór yfir stöðuna, styttist í
lokauppgjör.
-
8. Keppnisstjórar. Illa gegnur að fá keppnisstjóra til starfa,
eru einfaldlega of fáir. Rætt um hvernig hægt væri að fá fleiri til
starfa, auglýst verður á Facebook til að byrja með. Samþykkt að
endurskoða greiðslur til keppnisstjórnar , Ólöf og Jafet gera
það.
-
9. Kynningarmál. Auglýst verður í blöðum eins og vant er á
haustin og bridgeskólinn með, vont er að fá fjölmiðla til að skrifa
fréttir um bridge. Nýja heimasíðan er nánast tilbúin og verður
opnuð á ársþinginu. Stefnt er að því að bjóða upp á æfingar fyrir
krakka í vetur, bæði þá sem komu á sumarnámskeiðið okkar og vonandi
fleiri.
-
10. Fundi slitið um kl. 18:00. Næsti fundur verður snemma í
október, nánari dagsetning auglýst síðar.