Stjórnarfundur 22.maí 2019
Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands 22. maí 2019 - kl. 17:30.
Mætt eru Jafet, Gunnar Björn, Sigurður Páll, Guðný, Ingimundur og Ólöf. Ingibjörg og Birkir Jón voru í sambandi
•1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
•2. Samningur við Reykjavíkurborg . Samningur við borgina um árlegan styrk vegna Reykjavík Bridgehátíð liggur hjá borginni og bíður afgreiðslu, líklegt að að hann komi inn í fjárhagsáætlun næsta árs hjá Reykjavíkurborg. Jafet mun fylgja málinu eftir en þetta er mikið réttlætismál.
•3. Norðurlandamót í Kristiansand. Guðmundur Páll er að þjálfa konurnar og Anton opna flokkinn, um helgina, 24.-26. maí, verður æfing hjá báðum liðum í Síðumúlanum. Búið er að fá andstæðinga til þriggja daga spilamennsku. Undirbúningur gengur vel. Ólöf mun sjá um keppnistreyjur og annað sem liðin þurfa.
•4. Nýr vefur. Til stóð að opna nýjan vef í maí en af því getur ekki orðið fyrr en í júní. Mikið er að gera hjá vefhönnuðinum sem skýrir þessa töf. Líklegt að vefurinnn verði opnaður með smá viðhöfn í lok ágúst eða byrjun september.
•5. Opna Evrópumótið í Istanbul. Sveinn Rúnar, Júlíus, Sverrir og Hrannar verða fulltrúar okkar Íslendinga á mótinu. Skráningar í mótið hafa vrið tregar en hafa nú tekið smá kipp en skráningarfrestur var framlengdur. Búið er að ná samkomulagi við Nunes að mæta ekki í mótið en margir spilarar höfðu hótað að mæta ekki í mótið kæmi Nunes.
•6. Sumarbridge. Sveinn Rúnar stjórnar sumarbridge og byrjar hann 22. maí og verður vikulega í sumar. Mætingahvatar verða kynntir á heimasíðunni, sem og góð verðlaun í haust.
•7. Framkvæmdir í Síðumúlanum. Verið er að mála allt þessa dagana. Leitað var þriggja tilboðaða kostnaður með efni verður rétt um 1,4 mkr.
•8. Gjöf frá Kviku Banka. Jafet leitaði eftir stuðningi hjá Kviku Banka en bankinn keypti nýlega Gamma. Bankinn ákvað að færa Bridgesambandinu hjartastuðtæki að gjöf en nauðsynlegt er að hafa slíkt tæki í húsnæði sambandsins. Tækinu komið upp í maí.
•9. Önnur mál. Jafet kynnti nýtt kynningarblað um Reykjavík Bridgefestival í janúar 2020, blaðinu dreift á næstu erlendu mótum. Ákveðið að funda næst eftir miðjan september nema eitthvað sérstakt komi upp. Ársþing Bridgesambandsins verður 20. október.
Fleira ekki gert
Fundi slitið 18:30