Stjórnarfundur 28.mars 2019

þriðjudagur, 2. apríl 2019

Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands 28. mars 2019 - kl. 17:30.

Mætt eru Jafet, Birkir Jón, Gunnar Björn, Sigurður Páll, Guðný, Ingibjörg, Ingimundur og Ólöf.

  • 1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2.  Beiðni um styrk frá Reykjavíkurborg.  Jafet greindi frá gangi mála þar sem leitað er eftir árlegum styrk frá borginni til að styrkja "Reykjavík Bridgefestival" í sessi og kynna hana betur erlendis.  Bréf hefur verið sent til Borgarstjóra ásamt hugmynd að þriggja ára samstarfs samningi milli aðila. Málinu verður fylgt eftir.

3.  Norðurlandamótið í júní.  Spilað verður í Kristiansand í Noregi og verða allar þjóðir með í opna flokknum en Færeyingar senda ekki kvennalið.  Landsliðin voru kynnt á vefnum.  Kvennaliðið er skipað þeim Önnu G. Nielsen, Helgu H. Sturlaugsdóttur, Önnu ívarsdóttur og Guðrúnu Óskarsdóttur.  Opni flokkurinn er skipaður Jón Baldurssyni, Sigurbirni Haraldssyni, Aðalsteini Jörgensen, Bjarna H. Einarssyni, Gunnlaugi Sævarssyni og Kristjáni M Gunnarssyni.  Jafet sagði að þetta vera okkar sterkasta lið og ætlunin væri að vinna Norðurlandameistaratitilinn .   Ánægja með að allri sterkustu spilarar gáfu kost á sér.  Anton sér um æfingar fyrir Opna flokkinn og Guðmundur Páll fyrir kvennalandsliðið.   Ólöf og Jafet munu fara með liðinu til Kristiansand og sitja fund með fulltrúum hinna Norrænu bridgesambandanna

  • 4. Opna Evrópumótið í Istanbul. Ákveðið var að framlengja umsóknarfrest um keppnisgjöld til 15. apríl. Svo virðist sem áhugi sé takamarkaður á þessu móti bæði hér heima sem og erlendis. Tveir hópar hér hafa sýnt málinu áhuga

  • 5. Bridgekennsla í sumar. Námskeið fyrir börn og unglinga verður auglýst á næstu dögum, kennt verður í hálfan mánuð í húsnæði sambandsins og munu Þorgerður Jónsdóttir, Gunnar Björn og fleiri hafa veg og vanda af því, námskeiðið verður auglýst í gegnum sumarnámskeiðavef ÍTR.

  • 6. Sumarbridge. Sveinn Rúnar ætlar að sjá um sumarbridge eins og undanfarin ár, vilji til að byrja strax eftir páska, eða um leið og Bridgefélag Hafnarfjarðar hefur lokið sinni vetrardagskrá. Spilað verður á mánudögum og miðvikudögum líkt og verið hefur. Góð aðsókn hefur verið undanfarin sumur.

  • 7. Endurbætur á eldhúsi. Rætt um uppgjör á því og frágang á salnum, ætlunin að mála salinn í vor og sumar.

  • 8. Reykjavík Bridge Festival. Jafet og Ólöf eru á leið til fundar við forsvarsmenn Hörpu þann 3. apríl og vilja kanna að flýta hátíðinni árið 2021 um 1 viku, útbúa á auglýsingu á A5 blaði til að dreyfa á mótum erlendis.

  • 9. Önnur mál. Ný heimasíða er á lokametrunum og ætti að komast í loftið í maí sem verður mikið fagnaðarefni.

Fundi slitið kl. 18:30 og ákveðið að funda næst 16. maí kl. 17:30.

IJ/JSÓ

Reykjavík Bridge Festival

Frítt fyrir börn og ungmenni Öll börn og ungmenni 20 ára og yngri fá frítt í bridge í vetur
Sjá nánar