Stjórnarfundur 23.jan. 2019
Mætt: Jafet, Ólöf, Ingimundur, Ingibjörg, Siguður Páll,Gunnar Björn og Guðný, Birkir Jón boðaði forföll.
•1. Fundargerð síðasta fundar, samþykkt
•2. Samningur um rekstrarframlag á fjárlögum , Jafet kynnti málið, eftir fund með fjármálaráðherra, boðaði menntamálaráðuneytið til fundar rétt fyrir jól þar sem staðfestur var 3ja ára samningur með 13. Mkr. árlegu framlagi og undirritaði Jafet og Lilja mennta-og menningarmálaráðherra samninginn. Stjórnin staðfesti síðan undirskrift þessa samnings, Jafet átti jafnframt fund með Lilju þar sem rædd voru málefni Bridgehreyfingarinnar, ráðherra hyggst koma í heimsókn til Bridgesambandsins um miðjan mars. Stjórnarmenn lýstu ánægju sinni með þessi málalok.
•3. Landsliðsmál - kvennalið, Stefnt er að því að auglýsa á vef sambandsins eftir pörum til að keppa á Norðurlandamótinu í Noregi í júni, Guðmundur Páll myndi halda utan um æfingar. Jafet lagði til að sambandið greiddi móttsgjöld fyrir Önnu Gullu, Helgu, Önnu Ívarsd. Og Guðrúnu Óskarsd. á Norska meistarmótið í mars. Hvoru tveggja samþykkt, Jafet mun útbúa tilkynningu á vefinn varðandi landslið kvenna.
•4. Landsliðsmál opni flokkurinn. Anton var með einar átta æfingar fyrir áramótin, Jafet mun ræða við hann um framhaldið. Samþykkt að Anton muni ákveða landsliðshópinn fyrir Norðurlandamótið og hann muni ráða endanlega um val í samráði við Jafet.
•5. Reykjavík Bridgehátíð, Jafet greindi frá að forsætisráðherra myndi setja mótið, Ólöf fór yfir framkvæmdaþætti, starfslið, veitingar, skráningar o.fl. Útlit er fyrir góða aðsókn. Vonandi verður RUV með beina útsendingu af opnun mótsins.
•6. Auglýsing um Bridge, Hálf síðu auglýsing birtist í Fréttablaðinu 17. jan. sem vel var tekið eftir, þar var Bridgehátíð og Bridgeskólinn auglýstur sérstaklega.
•7. Nýr vefur, Sigurður Páll hafði umsjón með nýjum vef fyrir Bridgehátíð sem fór í loftið fyrstu dagana í janúar og í vinnslu er nýr vefur fyrir sambandið sem vonandi opnar vorið 2019, stjórnin staðfesti samning við Kasmír varðandi uppsetningu á nýja vefnum. Stjórnin lýsti ánægju sinni með nýja vefinn og hlakkar til að sjá nýjan nútímalegan vef fyrir sambandið.
•8. Bridgeskólinn, Ný byrjendanámskeið hófust 21. jan. mjög góð þátttaka, spilað var á 10 borðum, sem er mjög gott, þarna voru tveir 11 ára gamlir mættir, en mest fólk 35-45 ára meirihlutinn konur. Gunnar Björn var kallaður inn til að aðstoða Guðmund Pál. Góð aðsókn er líka af framhaldsnámskeiðunum.
•9. Húsnæði - endurbætur, Jafet og Ólöf fóru yfir hvað búið væri að gera. Endurnýjun á eldhúsi er nánast lokið, búið er að endurnýja gluggakistur, verið er að laga klósett. Eftir er að mála og koma með andlitslyfing í salnum, kostnaður nú þegar kominn í um 2 mkr. en áætlaður heildarkostnaður er um 3,5 mkr.
•10. Önnur mál; Minnt var á að stjórnarmenn mættu við setningu Bridgehátíðar. Upplýst var að fjölmörg íslensk pör, ætla til Færeyja í mars til að spila á stórmóti þar. Uppselt er í mótið.
Fleira ekki gert fundi slitið kl 18.40
Næsti stjórnarfundur verður boðaður sérstaklega