Stjórnarfundur 28.nóv. 2018
Bridgesamband Íslands, stjórnarfundur 28. Nóv. kl. 17.30, 2018
Mætt: Jafet, Guðný, Ingibjörg, Sigurður Páll, Gunnar Björn, Ingimundur og Ólöf
Dagskrá:
•1. Stjórnin skiptir með sér verkum, samþykkt að Guðný verði varaforseti og Ingimundur ritari. Jafet hafði sent út minnisblað um vinnuáætlun og verkaskiptingu,tólf málefni eru þar á blaði og eru 2-3 stjórnarmenn settir við hvert verkefni og síðan verður kallað á fólk eftir málefnum. Rætt um að fá betri kynningu á bridge og Bridgehátíð í fjölmiðlum. Samþykkt var að ráða aðila í þetta mál í 3-4 vikur í byrjun nýs árs. Nokkur nöfn voru sett á blað sem kæmu til greina. Samþykkt var að eftuirtaldir skipi Laga og keppnisreglunefnd:Jón Baldursson, Birkir Jón, Ingimundur og Gunnar Björn. Eftirtaldir skipa Mótanefnd: Sveinn, Ómar, Sigurður Páll og Ólöf
•2. Samþykktir frá síðasta ársþingi, farið var yfir þau mál sem bar hæst á ársþingi. Samþykkt var að stefna að ráðningu kennslu- og útbreiðslufulltrúa í byrjun næsta árs sem hefði það að meginverkefni að kynna bridge í efstu grunnaskólabekkjunum og síðan framhaldsskólunum
Rætt var um nokkra aðila sem gætu komið til greina í starfið, Jafet, Guðnýju og Ólöfu falið að fylgja málinu áfram.
-
3. Endurbætur á vef sambandsins,Sigurður Páll hefur skoðað málið og kynnti hann málið. Verkefnið snýst um að koma núverandi vef til nútímalegra horfs, einfalda skipulag vefsins o.fl. Fyrirækið Kasmír hefur gert tilboð í að taka verkið að sér. Samþykkt að ganga til samninga við Kasmír og mun Sigurður Páll sjá um tenginu við þessa aðila. Fundur verður haldinn fljótleg með aðilum og munu Sigurður Páll, Ólöf og Svenni mæta.
-
4. Breytingar á húsnæði - nýtt eldhús, Framkvæmdir við nýtt eldhús hefjast 10. des. áformað að ljúka þeim fyrir áramót, jafmframt verður hugað að lagfæringum á klósetum, gluggakistum o.fl. Heildarkostnaður áætlaður um 3,5 mkr.
-
5. Húsnæðismál, Jafet greindi frá því að aðilar hefðu lýst yfir miklum áhuga á að kaupa húsnæði sambandsins. Samþykkt að ekkert yrði gert í húsnæðismálum, nema betra húsnæði stæði til boða.
-
6. Samskipti við menntamálaráðuneytið, Jafet greindi frá því að hann hefði í marga mánuði óskað eftir fundi með menntamálaráðherra, ekkert svar borist, nema að það sé mikið að gera hjá ráðherranum. Hann og Ólöf munu fara á fund með ráðuneytismönnum þann 7. Des, þar sem rætt verður um samning fyrir árið 2019. Stjórnarmenn sammála um að ekki kæmi til greina samþykkja nýjan samning með einhverri lækkun.
-
7. Reykjavík Bridgehátíð í Hörpu Ólöf greindi frá því að hún hefði átt fund með starfmönnum Hörpu og undirbúningur væri á góðu róli. ÞÓlöf ætlar að setja upp sérstaka Facebook síðu vegna mótsins. Samþykkt var að stefna að því að sýna á tjaldi með útskýringum valin spil af BBO. Rætt um aðila sem gætu tekið slíkt að sér.
-
8. EM Parakeppni, Lissabon 22-28. Febrúar 2019, Í haust var samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum pörum til að taka þátt í mótinu, sambandið myndi greiða keppnisgjöld og 200.000 uppí annan kostanð miðað við 3 pör. Fimm pör ahafa lýst yfir áhuga á þátttöku. Nokkrar umræður urðu um málið. Samþykkt var að stefna að því að senda tvö pör og þau yrðu valin fyrir 10. desember n.k. Jafet mun senda tillögu til stjórnarmanna
-
9. Önnur mál, Jafet dreifði stuttri samantekt sem hann hafði tekið saman um hvað hefði gerst hjá EBL síðan í kosningum í Ostende í júní s.l. Samantektin er send til Bridgesamband allra Norðurlandanna. Ákveðið var að næsti stjórnarfundur yrði 18. des. kl 17.30 og þar næsti 14. febrúar kl. 18.00. Sigurður Páll ræddi um hugsanlega fyrirækjakeppni, málið tekið fyrir á næsta stjórnarfundi.
Fleira ekki gert, fundi slitð kl. 18.40