Stjórnarfundur 30.maí 2018

miðvikudagur, 6. júní 2018

Fundargerð stjórnarfundar Bridgesambands Íslands 30. Maí, 2018

Mætt: Jafet, Ólöf, Ingimundur, Ingibjörg ogAnna Guðlaug,. Guðný og Árni Már og boðuðu forföll, Birkir Jón að jafna sig eftir harða kosningabaráttu.

•1.      Fundargerð síðasta fundar, samþykkt

•2.      Reykjavíkurborg beiðni um stuðning, Jafet fór yfir viðræður og samtöl sem hann hefur átt við Ómar Einarsso yfirmann íþrótta og tómstundarráðs Reykjavíkur. Ágætlega hefur verið tekið í beiðni sambandsins um stuðning borgarinnar við Reykjavík Bridgehátíð í Hörpu janúar 2019, endanleg ákvörðun liggur fyrir í lok ágúst. Jafet fylgir málinu eftir.

•3.      Landsliðsmál - kvennalið, senioraflokkurinn opni flokkurinn, Jafet hefur rætt við alla þjálfara liðanna, æfingar hafa gengið vel. Æfingahelgar hafa verið haldnar að undanförnu, allir landsliðsmenn heilir og hugur í fólki að standa sig á Evrópumótinu í Ostend sem hefst hjá Opna flokknum þann 6. Júní, hin liðin koma 4 dögum seinnna. Ólöf gengur frá praktískum atriðum, bolum ferðatilhögun o.fl.

•4.      Endurbætur á húsnæði og innanstokksmunum í Síðumúlanum. Jafet upplýsti að samið hefði verið við smíðaverkstæði í Mosfellssveit að pússa upp og lakka öll spilaborð. Innanhúsarkitekt hefur verið fenginn til að gera tillögur að nýrri innréttingu og tækjum í eldhús, jafnframt verður allursalurinn málaður og skipt um gluggatjöld.  Áætlaður kostnaður við endurnýjun eldhús um 4,5 mkr. aðrar lagfæringar um 1,5 mkr. Ákvörðun um endurnýjun eldhús kemur aftur inn á borð stjórnar þegar tillögur liggja fyrir

•5.      Sumarbridge Sveinn Eiríksson mun sjá um bridgekvöld í sumar spilað verður á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Guðmundur Snorrason og Vigfús munu hlaupa í skarðið ef með þarf. Góð aðsókn hefur verið,  sérstaklega á miðvikudögum.

•6.      Reykjavík bridgefestival,  Jafet greindi frá því að hann hefði talað við Zia Mohmed um að koma á næstu bridgehátíð og hefði hann heitið því að koma, alltaf mikið líf í kringum spilamennsku Zia. Stjórnarmenn sammála að leit allra leiða að ná fjölda sveita yfir 90 á næstu Bridgehátíð enn reynt að fá Bill Gates. Ræða við okkar bridgefélaga sem hafa tengingar við bandarískar sveitir eins og Júlla, Hjördísi, o.fl.

•7.       Önnur mál;  Jafet upplýsti að nýr eignaskiptasamningur hefði verið gerður að Síðumúla þar kemur m.a. fram að byggingaréttur að einn hæð ofan á húsið er kominn og sambandið á um 27% af þeim byggingarétti og eru nokkur verðmæti fólgin í byggingaréttinum. Ólöf upplýsti að kaupa þyrfti ný spil sennileg um 2.500 samþykkt að kaupa spilin, leitað verður eftir stuðningi hjá Icelandair og WOW með því að setja auglýsingu á spilin. Rætt um nýja heimasíðu fyrir Bridgehátíð, Ólöf kannar málið. Bridgehátíð verður á Siglufirði 14 og 15. September, allir norður!

Næsti stjórnarfundur væntanlega miðvikudaginn 12. September kl. 17.00