Stjórnarfundur 12.apríl 2018

mánudagur, 16. apríl 2018

Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands

haldinn 12. apríl, 2018 kl. 17.00

Dagskrá

 • 1. Fundargerð síðasta fundar, samþykkt án athugasemda

 • 2. Reykjavíkurborg - Bridgesambandið hefur lagt fram á beiðni um stuðning til Reykjavíkurborgar líkt og Skáksamband Íslands hefur fengið. Stuðningur snýr að því að styrkja Reykjavík Bridgefestival febrúar 2019. Jafet hefur verið í sambandi við Reykjavíkurborg og fékk jákvæð viðbrögð og verður þessari beiðni fylgt eftir.

 • 3. Sveitakeppnin úrslit, fækkun liða úr 40 í 32 tillaga til ársþings. Stjórn BSÍ mun leggja fram tillögu um þetta á næsta þingi. Verður þetta sent til laga- og keppnisgerðarnefndar til skoðunar.

 • 4. Landsliðsmál - kvennalandsliðið - opni flokkurinn, senirorar. Búið er að setja upp æfingar fyrir opna og seniora fokkinn. Óskað er eftir að meiri æfingar verði hjá kvennalandsliðinu, Jafet mun ræða við Hermann varðandi þjálfunarmál kvennaliðsins

 • 5. Fjármál. Fyrir liggur að þetta ár verður kostnaðarfrekt vegna þátttöku í Evrópumótinu úi Belgíu. Úlit er samt fyrir hallalausan rekstur.

 • 6. Nefnd um kvennabridge. Skipan í þessa nefnd er frágengin og eru eftirfarandi konur og karl skipaðir: Guðný Guðjónsdóttir, Svala Pálsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Ólöf Þorsteinsdóttir, María Haraldsdóttir og Aðalsteinn Jörgensen. Jafet mun eiga fund með nefndinni fljótlega, stefnt er að því að aðgerðaráætlun fyrir kvennabridge verði tilbúin næsta haust og málið verð rætt sérstaklega á næsta ársþingi.

•7.       Önnur mál

 • Aðalfundur EBL verður haldinn í Ostende í Belgíu 9. júní og bíður Jafet sig fram til áframhaldandi setu í stjórn þar. Reiknað er með að hart verði barist um sæti í stjórn því 21 einstaklingar bjóða sig fram í 11 sæti og þrír eru í framboði til forseta.

 • Evrópa mun framvegis fá 8 sveitir inn á heimsmeistaramótið í stað 6 áður.

 • Á næsta ári (febrúar) verður sett á "Mixed team" Evrópumót sennilega í Króatíu

 • Borðplötur á borðum verða pússaðar upp og lakkaðar í sumar, einnig verður salurinn málaður.

 • Skerpa þarf á þrifum á hæðinni.

 • Sumarbridge - Sveinn Rúnar verður áfram með sumar bidge, spilað verður á mánudögum og miðvikudögum að venju.

 • Á afmælismóti Gulla Sveins um daginn færði forseti honum Bridge bindi að gjöf í tilefni dagsins, góð aðsókn var í mótið.

 • Ævar Ármannsson frá Akureyri gaf til styrktar unglinga starfi 25 þúsund krónur og mun BSÍ leggja sérstaklega fram annað eins á móti honum.

 • Kennsla í Bridge mun halda áfram í Fjölbraut Suðurlands.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn 30. maí kl. 17:00