Stjórnarfundur 7.mars 2018
Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands
7. mars, 2018 kl. 17.00
Mættir: Jafet, Ólöf, Guðný, Árni Már og Ingimundur og Ingibjörg.
-
1. Fundargerð síðasta fundar Samþykkt án athugasemda
•2. Bridgesambandið 70 ára þann 26. april 2018. Öllu Bridge áhuga fólki á Íslandi verður boðið til veisluhalda eftir Ársþing BSÍ í október væntanlega þann 14. október. Boðið verður uppá kaffi og með því.
•3. Bridgehátíð Bridgehátíð þóttist takast vel. Húsnæðið þótti ágætt en á stökum stað vantaði lýsingu og verður bætt úr því. Kaffi salan/ aðstaðan mætti vera betri og verður bót á því rædd fyrir næsta ár. 78 sveitir mættu til þátttöku í ár og stefnum við að 90 sveitum á næst ári. Til umræði var léleg umfjöllun fjölmiðla og hve erfitt er að vekja áhuga þeirra á mótinu. Þurfum að ráða góðan "pr mann" til liðs við okkur. Stöð 2 var með beina sjónvarpsútsendingu frá mótinu og þótti það takast vel. Góð rekstrar afkoma var af hátíðinni að þessu sinni.
•4. Nefnd um kvennabridge- stuðningur EBL Innan Evrópusambandsins hefur það verið rætt að öll lönd innan sambandsins hafi sína eigin nefnd til að skipuleggja kvenna Bridge í hverju landi. Var Guðnýju einróma falið það verkefni að fá til liðs við sig í slíka nefnd fjórar aðrar konur og jafnvel einn karlmann
•5. EBL fundur í Belfast - kosningar í stjórn EBL Góð mæting var á seinasta fund stjórnar EBL með öllum formönnum og framkvæmdastjórum Bridgesambanda sem haldinn var í Belfast. Alls mættu fulltrúar 34 landa. Var Jafet þar með innlegg um markaðs og kostunarmál. Mikið var rætt um væntanlegar kostningar í stjórn EBL 9. júní n.k. og ræddu norðurlanda þjóðirnar sérstaklega saman um hvort þær ættu að sameinast um einn frambjóðan. Núverandi formaður er Yves Aubry og reikna má með að Mark DE Pauw frá Belgíu bjóði sig einnig fram til forseta ásamt Jan Kamras sem er Svíi. Norðurlöndin hafa til umráða 20 atkvæði af 126.
Aðeins ein kona af 12 situr í aðalstjórn Evrópusambandsins og var það rætt að gera þar breytingar á .
•6. Landsliðsmál - kvennalandsliðið Áhersla er lögð á að landslið kvenna undirbúi sig með því að spili í eins mörgum mótum og völ er á ásamt æfingum um kvöld og helgar.
-
7. Landsliðsmál opni flokkurinn Anton er búinn að gera áætlun um æfingar og keppni fram að mótinu.
-
8. Landsliðsmál öðlingaflokkurinn Bæði í opnum flokki og öðlinga flokki er um hefðbundnar afingar á milli para að ræða og þátttaka í mótum.
-
9. Reykjavík Bridgefestival. Undirbúningur fyrir næsta ár er þegar hafinn og er eitt að næstu verkefnum að útbúa "flyer" á ensku til dreyfingar erlendis.
-
10.Bridgeskólinn Samkvæmt fréttum frá GPA hefur Bridge skólinn gengið nokkuð vel undanfarið ár. Góð aðsókn og eitthvað meira af kvenfólki en karlmönnum.
-
11.Húsnæði Bridgesambandsins Stöðugt er sótt í að kaupa húsnæði félagsins og hafa nokkur húsnæði verið skoðuð sem ekki hafa þótt boðleg. Verður áfram skoðað.
-
12. Önnur mál.
-
Búið er að loka reykkompu staðarins og verða allir sem reykja eða vipa að fara niður og út til að fá sér smók framvegis.
-
Stefnum að því að mála allt húsnæði félagsins á næsta sumar ásamt smá lagfæringum á salnum. Öll borð verða pússuð upp.
Næst fundur 12. apríl kl. 18:00
Fundarritari : Árni Már Björnsson