Bikarinn 2022 - upplýsingar

Reglugerð

Skorkort

Tengiliðalisti

  • 1. umferð   síðasti spiladagur er 11. júlí   
  • 2. umferð   síðasti spiladagur er 8. ágúst  
  • 3. umferð   síðasti spiladagur er 3.sept
  • Undanúrslit og úrslit verða spiluð fyrripart sept. 

Fyrirliði sér um að senda úrslit á Matthias@bridge.is og sér um að skila gullstigablaði. 

Væri gaman ef það væru teknar myndir og settar á spjallið þegar spilað er

Stjórnarfundur 1.nóv. 2017

sunnudagur, 26. nóvember 2017

Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands, 1. nóvember, 2017

Mættir: Jafet, Ólöf,  Guðný, Árni Már og Ingimundur. Birkir Jón og Anna fjarverandi.

                                   

•1.     Fundargerð síðasta fundar. Samþykkt án athugasemda

•2.     Stjórn skiptir með sér verkum. Lagt var til að skipan innan stjórnar haldist óbreytt og var það samþykkt. Jafet forseti, Guðný varaforseti, Árni Már ritari og Ingimundur gjaldkeri.

•3.     Samþykktir ársþings. Fundargerð ársþings BSÍ hefur verið sett á heimasíðu. Á ársþinginu var kynnt ágæt staða Bridgesambandsins og voru fulltrúar félaga ánægðir með hvernig haldið hefur verið utan um rekstur sambandsins. Farið verður yfir samþykktir ársþingsins og þær unnar áfram.

•4.     Bridge útbreiðslumál - næstu skref. Á ársþinginu var töluvert rætt um kynningu og átak sambandsins á að efla Bridge og fá nýja spilara til liðs við okkur. Bent hefur verið á að Mini Bridge sé góð leið til þessa að stíga fyrstu skrefin og hefur Jörundur Þórðarson verið hvað öflugasti talsmaður þess. Bridgefélag Kópavogs með Jörund sem formann hefur leitað til Kópavogs bæjar með að boðið verði uppá Mini Bridge í frístundaheimilum bæjarins og verður gaman að fylgjast með framvindu þessara mála í Kópavogi.

Bridge átaki sambandsins verður síðan haldið áfram eftir áramót. Rifja þarf upp hvað kom út úr rýnihópnum frá í vor og hvernig við getum haldið okkar vinnu áfram.

•5.     Reykjavík Bridgefestival , undirbúningsnefnd. Í undirbúningsnefnd núna verða Ólöf, Jafet, Árni Már,Guðný, Gunnlaugur Karlsson, Guðmundur Snorra.

•6.     Gullmerki Bridgesambandsins. Verið er að skoða og hanna tillögur að Gullmerki BSÍ og verða þær ræddar innan stjórnar þegar þær berast.

  • 7. Önnur mál :

  • Evrópska Bridgesambandið er að koma á s.k. "Frægðarhöll EBL. Samþykkt að senda inn þrjár tilnefningar Jafet gengur frá brefi til EBL"

  • Verið er enn eina ferðina að ræða við Outcome (sem sjá um vefsíðu Bridgesambandsins) að uppfæra síðuna og nútímavæða. Jafnframt hefur verið rætt um að sett verði inn á síðuna kennsluefni.

  • Borðtölvur - Félög eru að kaupa inn fleiri borðtölvur með stærri skjá og eldri borgarar vilja hafa sínar borðtölvur og hafa sótt styrk til kaupa hjá Reykjavík. Samþykkt að BSÍ kaupi 20 nýjar borðtölvur.

  • MinngarmótÞorsteins Péturssonar verður haldið laugardaginn 25.nóvember 2017, á Logalandi.

  • Bridgefélag Hrunamanna eiga 50 ára afmæli um þessar mundir.

Næstu fundir stjórnar :                                                                                                         2. desember 2017, kl. 17:00