Ársþing Bridgesambands Íslands 15.okt. 2017
þriðjudagur, 24. október 2017
Ársþing BSÍ 15.okt. 2017
Ársreikningur 2017
69. Ársþing Bridgesambands Íslands haldið sunnudaginn
15.október 2017, kl. 13-16
Þingsetning: Jafet Ólafsson forseti BSÍ setti
þingið og bauð fundarmenn velkomna. Stungið var upp á Guðmundi
Baldurssyni sem fundarstjóra og Árna Má Björnssyni sem ritara og
samþykkti fundurinn það með lófataki.
Guðmundur Baldurrsson tók við fundarstjórn og fékk uppástungur
um þrjá í kjörbréfanefnd, Kristján Má Gunnarsson, Guðrún Jörgensen
og Jörundur Þórðarson og nefndin tók strax til starfa og vék af
fundi til að fara yfir kjörbréfin. Stungið var upp á þremur í
uppstillingarnefnd þeim Símon Sveinsson, Frímann Stefánsson og
Garðar V. Jónsson og var það samþykkt.
Fulltrúar félaga á ársþinginu voru 18 frá 8
aðildarfélögum
Bf.
Kópavogs 2
3 atkv.
Jörundur Þórðarson
(2), Bernódus Kristinsson
Bf. Hafnarfjarðar
2 2 atkv.
Sigurjón Harðarson, Erla Sigurjónsdóttir
Bf Borgarfjarðar
2 2
atkv
Ingimundur
Jónsson og Þorvaldur Pálmason
Bf.
Reykjavíkur 2
4 atkv.
Guðný Guðjónsdóttir (2), Sigrún
Þorvarðardard
Bf.
Akureyrar
1 2
atkv.
Frímann Stefánsson (2)
Miðvikudagsklúbb.
5 5
atkv.
Sveinn R. Eiríksson,
Guðrún Jörgensen,
Ingólfur Hlynsson
Hrannar Erlingsson og Guðlaugur Sveinsson
Bf. Breiðfirðinga
2 3
atkv.
Garðar V. Jónsson og
Hörður R Einarssson
(2)
Bf.
Selfoss
2 2
atkv.
Kristján Már
Gunnarsson, Símon
Sveinsson
Áheyrnafulltrúi var einn: Vigfús Pálsson
Skýrsla forseta um störf stjórnar
Bridgesambandsins
Stjórn BSÍ sem kjörin var á ársþingi Bridgesambandsins þann 16.
október 2016 hélt 10 fundi á starfstímabili sínu. Stjórnin skipa:
Jafet S. Ólafsson forseti, Guðný Guðjónsdóttir varaforseti, Árni
Björn Björnsson ritari, meðstjórnendur eru Anna Guðlaug Nielsen og
Ingimundur Jónsson, varamenn eru Birkir Jón Jónsson og Ingibjörg
Guðmundsdóttir. Ólöf Þorsteinsdóttir er sem fyrr
framkvæmdastjóri. Helstu verkefni verða tilgreind hér á
eftir, þau eru svipuð ár eftir ár, sumum verkefnum verður að
sjálfögðu aldrei lokið, en áherslur eru mismunandi eftir því sem
tímarnir líða og
breytast.
Helstu verkefni:
-
1. Lögð áhersla á að fá fleiri til að spila bridge, stuðla að
kynningu í framhaldsskólum til að fá meiri endurnýjun meðal ungs
fólks. Ónóg endurnýjun er vandamál sem flest bridgesambönd í Evrópu
glíma við, margar þjóðir hafa þó náð athyglisverðum árangri að fá
fleira ungt fólk til að spila bridge. Einungis var kennt í einum
menntaskóla á höfuðborgarsvæðinu og var það Menntaskólinn í
Mosfellsbæ .Það verður að segjast eins og er að spilaáhugi er
takmarkaður meðal ungmenna, sem skýrist af því að þetta er tölvu-
og farsímakynslóðin. Kynningarstarfinu var haldið áfram á síðast
liðnu starfsári, ráðinn var sérstakur markaðsfulltrúi tímabundið og
ákveðið að leggja áherslu á senda kynningar í framhaldsskóla og
kynna bridge á facebook. Nú eru að hefjast bridgenámskeið í
"Bridgeskólanum" þar sem öllum 25 ára og yngri er boðið á ókeypis
fjagra kvölda námskeið. Uppskeran mætti vera betri. Eftir áramót
verður höfðað sérstaklega til ungsfólk14-16 ára og er í bígerð að
senda um 3.000 spilastokka til fólks í þessum aldurshópi.í vetur og
meira lagt í það og vonandi beri það árangur.
-
2. Aukin kynning á bridge í fjölmiðlum. Ágætlega tókst til við
kynningu á Reykjavík Bridgefestival í janúar 2017, forsætisráðherra
setti mótið og fórst það vel úr hendi. En alltaf þarf að hafa
töluvert fyrir því að fá fjölmiðla til að fjalla um bridge.
Guðmundur Páll er með sinni fasta dálk sem gleður margan manninn í
morgunsárið yfir kaffibollanum. Vorið 2016 tókst samkomulag við
Fréttablaðið um að birta tvöfaldan dálk um bridge í helgarblaðinu,
Ísak Sigurðsson hefur séð um þetta og Bridgesambandið greiðir
kostnaðinn. Vænti ég þess að Fréttablaðið hafi fljótlega góða
kynningu um bridge.
-
3. Reynt að ná fram leiðréttingu á opinberum fjárframlögum, en
samanburður við önnur sérsambönd er bridgesambandinu mjög í óhag ef
farið er yfir fimm síðustu árin. Þarna höfum við unnið góða sigra,
má þakka það góðum skilningi menntamálaráðherra á gildi bridge sem
eftirsóknarverðrar íþróttar fyrir fólk á öllum aldri. Eins og
flestum ætti að vera kunnugt þá lækkuðu framlög til
Bridgesambandsins verulega í kringum árið 2009 og það tók mörg ár
að fá leiðréttingu á þessu, en undanfarin ár hefur framlagið verið
um 13 mkr. Nú hafa stjórnvöld stofnað afreksmannasjóð með allt að
400 mkr framlagi árlega, Bridgesambandið á ekki möguleika að fá
framlag úr þessum sjóði og verður reynt eftir öðrum leiðum og fá
hærri opinber framlög.
-
4. Mótaskrá - undirbúningur og framkvæmd móta. Mótanefnd bar
hitann og þungann af uppsetningu mótaskrár og sér framkvæmdastjóri
okkar síðan um undirbúning og framkvæmd og kallar fólk til eftir
þörfum.
-
5. Húsnæðismál - leit að betra og hentugra húsnæði fyrir
sambandið er enn til athugunar. Við höfum fengið tilboð frá
fjárfestum í húseign sambandsins en höfum hafnað öllum tilboðum.
Við samþykktum þó að láta fara fram endurhönnun á húsnæðinu þannig
að eina hæð mætti byggja ofan á og heimild væri fyrir tengingu við
húsið á horninu og hafa borgaryfirvöld samþykkt þetta. Þetta gæti
sennilega aukið verðmæti húseignar sambandsins um allt að 10 mkr.
Ekkert verður gert í sölumálum nema búið sé að finna nýtt og enn
betra húsnæði. En úrval af hentugu húsnæði er mjög takmarkað.
-
6. Reykjavík Bridge Festival - mót í janúar 2017. Góð þátttaka
var í mótinu og eru tekjur af því mikilvægar í fjáröflun
sambandsins, þær hafa þó farið lækkandi þar sem leiga á húsnæði
hefur hækkað nokkuð. Samningar tókust ekki við Hótel Natura (Hotel
Loftleiðir) og eftir töluverða samningsumleitanir tókust samninga
við Hörpu og verður mótið þar næstu 3 árin að minnsta kosti.
-
7. Norðurlandameistarmótið í Horsens í Danmörku. Landsliðið
skipuðu í opnum flokki þeir Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni H.
Einarsson, Haukur Ingason og Helgi Sigurðsson og í kvennaflokki
skipuðu liðið Ingibjörg Guðmundsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir,
Harpa Ingólfsdóttir og Sigþrúður Blöndal. Magnús Magnússon sá um
þjálfun og undirbúning kvennaliðsins og gerði það með miklum
ágætum. Við vorum hársbreidd frá því að verja
Norðurlandameistaratitilinn í Opna flokknum.
-
8. Evrópska Bridgesambandið. Jafet var kjörinn í stjórn þess á
fundi í Króatíu sumarið 2014, og er hann formaður markaðs og
útbreiðslunefndar. Með setu í stjórninni er komin góð tenging við
öllu stærstu bridgesamtök Evrópu og eins Alheimssambandsins í
Bridge.
-
9. Landsliðsmál. Undirbúningur er að hefjast fyrir næsta
Evrópumót í Ostend í Belgíu. Leitað hefur verið til Antons
Haraldssonar um að taka að sér þjálfun liðsins í opna flokknum og
hefur hann samþykkt það. Valið verður í landliðið og mun
landsliðsnefnd skipuð Antoni, Jafet og Guðmundi Páli sjá um val
liðsins. Kvennaliðið verður sent á Evrópumótið og er nú verið að
leita að þjálfara fyrir liðið. Stjórn sambandsins hefur samþykkt að
kanna áhuga á að senda öðlinga(senior) lið á næsta Evrópu mót þ.e.
eldri en 62 ára, og hefur verið samþykkt að sambandið greiði
móttsgjöld, en þátttakendur þyrftu að sjá um annan kostnað.
-
10. Meistarastig - Nýtt kerfi tekið í notkun, sem Daniel
Rúnarsson hefur hannað
-
11. Samningar við flugfélög. Sambandið er með þokkalega góðan
afsláttarsamning við Icelandair og vorið 2016 var hann endurnýjaður
til næstu þriggja ára. Ekki hefur náðst samningur við WOW en áfram
verður reynt.
-
12. Fjárhagur sambandsins er mjög sterkur og eru nú í sjóði
rúmlega 5. mkr. eins og sést á ársreikning. Fyrir rúmu ári síðan
voru allar skuldir sambandsins greiddar upp eins og sést á
ársreikningi og hefur það sparað nokkur vaxtaútgjöld. Starfsárið
framundan verður kostnaðarsamt. Mjög mikilvægt er að
Bridgesambandið sé fjárhaglega sterkt. Nýlega fékk sambandið
útbreiðslustyrk frá Evrópska Bridgesambandinu uppá 340.000
14. Kennsla í bridge í fyrirtækjum. Haft var samband við fjölda
fyrirtækja og bauðst sambandið til að útvega kennslu í bridge fyrir
starfsfólkið. Þetta var sérstaklega tekið fram í auglýsingunni sem
getið var hér að framan. Ómar Olgeirsson og Guðmundur Páll
eru ávallt tilbúnir að taka að sér svona verkefni. Góð afsókn er að
Bridgeskólanum, og vonandi skila þeir spilarar sér út í
bridgestarfið
15. Eldri borgarar. Bridge er vinsælt meðal þeirra eldri og
samkomulag er um að félög eldri borgara spili bridge í húsnæði
Bridgesambandsins tvo daga í viku, frá kl. 13.00 til kl. 17.00.
Mikil ánægja er með þessa spilamennsku og aðstöðuna hjá
sambandinu.
16. Kjördæmamótið var haldið í Íþróttahúsinu á
Hellu í maí 2017. Sigurvegarar var lið Reykjavíkur
17. Norðurljósamótið á Siglufirði. Þetta er nýtt mót sem
hófst haustið 2016 og var nú haldið fyrstu vikuna í október. Góð
peningaverðlaun voru í boði. Framkvæmd mótsins var með miklum
ágætum. Þetta mót á eftir að vaxa og nú voru um 10 erlendir
spilarar mættir til leiks og þeim á eftir að fjölga á næstu
árum.
19. Ný heimasíða, bridge.is. Við þurfum andlitslyftingu á
vef sambandsins. Heimsíðan gegnir ágætlega sínu hlutverki en það
þarf að nútímavæða hana.
20. Slagorð um bridge. Í upphafi árs 2016 var byrjað að setja í
hverri viku slagorð um bridge, þau voru síðan þýddi yfir á ensku og
fylgir hjálagt sú þýðing.
21, Bermudaskálin 25 ára, Sambandið bauð til samsætis í tilefni
þess að 25 ár eru liðin frá því Ísland varð heimsmeistari í bridge.
Mættu þar nær allir sem voru í landsliðinu og eins þeir sem stóðu
að undirbúningi, Davið Oddsson og Bjarni Felixsson mættu og rifjuðu
upp þennan merka atburð. Við þetta tækifæri var Helga Jóhannssyni
fyrrverandi forseta sambandsins veitt gullmerki sambandsins.
22. Andlát Helgi Jóhannsson dó í janúar s.l. hann var forseti
sambandsins um fjögurra ára skeið og átti sinn stóra þátt í að
Ísland var heimsmeistari í bridge.
Á ársþinginu mun undirritaður fjalla nánar um einstaka liði,
ítarlega umfjölun um öll mót, þátttöku og úrslit móta má finna í
árskýrslunni.
"Bridge gerir lífið skemmtilegra" er okkar kjörorð og vonandi
heldur það áfram að færa sem flestum gleði og ánægju.
Jafet S. Ólafsson, forseti Bridgesambandsins
Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga
Fundarstjór gaf nú orðið til fundarmanna sem vildu spyrja um
ársskýrsluna og ársreikninga.
Nokkrar spurningar komu sem var svarað af forseta og stjórn. Það
sem m.a. var rætt um var:
-
Þorvaldur spurði um heimasíðuna, hvers vegna ekkert gerðist í
endurbótum á henni og svaraði Jafet því til að verið væri að skoða
að andlitsupplyfting væri í vinnslu og væri jafnvel verið að skoða
tengingu við Bridge skóla GPA í þeirri vinnu.
-
Jörundur kom með fyrirspurn um hvort þær leiðir sem BSÍ hefði
farið í kennslu og um hvort einhver árangur hefði náðst í því átaki
sem í gangi hefði verið, hvort námskeiðin virki og almennt með þær
leiðir sem hefðu verið farnar. Svaraði Jafet þessum fyrirspurnum á
þann veg að rýr hefði uppskeran orðið og væri það vonbrigði. Kom
fram að skoðun manna er að lykillinn að ná til yngri spilara væri
að fá skólana í lið með sér. Það hefði ekki gengið eins vel og
vonast var eftir.
-
Hrannar vill að horft verði til eldri einstaklinga en þann hóp
sem við erum að horfa til, við verðum að snúa okkur að 30-50 ára
hópnum og ná síðan aldri hópsins hægt og rólega niður.
-
Ingimundur nefndi það að vel hefði gengið hjá þeim að fá ungt
fólk í spilamennskuna, ungt fólk er góð auglýsing fyrir
íþróttina.
-
Sveinn Rúnar vill að við sendum ungt fólk í auknu mæli erlendis
á mót og auglýsum þannig íþróttina og búum til hvata til þátttöku.
Ungt fólk þarf að spila við jafnaldra.
-
Jafet svaraði að almennt væru aðrar þjóðir í sama vanda og við -
erfiðleikar með endurnýjun spilara. Ísraelar hefðu þó farið
nýstárlega leið með því að skylda alla þar í landi að læra Bridge í
skólun , sama á við skák. Annað sem Jafet nefndi var svindl málið
svo kallað og þær afleiðingar sem það hafði í för með sér, bæði
bann á spilar og mikill kostnaður Evrópska Bridge sambandsins.
-
Jafet hvatti síðan alla að mæta vel á Flugleiðamótið í lok
janúar.
-
Sigurjón Harðar spurði hvort Bridgefélag eldri borgara væri í
BSÍ og kom fram að svo væri ekki. Erla ætlar að taka að sér að
þrýsta á samtökin að ganga í sambandið.
-
Nokkrir kvöddu sér einnig hljóðs og lýstu yfir ánægju með störf
stjórnar BSÍ og rekstrarafkomu.
Fundarstjóri bar upp reikningana og skýrslu stjórnar til
samþykktar eða synjunar og voru þeir samþykktir með öllum greiddum
atkvæðum.
Formenn fastanefnda skýra frá starfsemi
nefndanna.
Enginn formaður fastra nefnda gerði grein fyrir störfum
nefnda.
Kosningar:
Frímann Stefánsson bar upp tillögu uppstillingarnefndar að
stjórn BSÍ 2016-2017
Forseti: Jafet Ólafsson
Stjórn: Guðný Guðjónsdóttir, Árni Már
Björnsson, Ingimundur Jónsson og Anna Guðlaug Nielsen
Meðstjórnendur: Ingibjörg Guðmundsdóttir og
Birkir Jón Jónsson.
Fundarstjóri óskaði eftir frekari framboðum sem ekki komu.
Fundarstjóri bar þá tillögur uppstillingarnefndar undir fundinn
og voru þær samþykktar með lófataki.
Löggiltur endurskoðandi: Samþykkt tillaga um
Guðlaug R. Jóhannsson
Skoðunarmenn reikninga: Ari Kr. Sæmundsen og
Sigurjón Harðarson. Varamenn: Hrannar Erlingsson og Þóranna
Pálsdóttir
Dómstóll BSÍ: Tillaga um eftirfarandi samþykkt:
Bjarni H. Einarsson, Guðmundur Baldursson, Helgi Bogason, Kristján
Már Gunnarsson Jón Þorvarðarson, Ragnar Magnússon, Pétur
Guðjónsson.
Ákvörðun árgjalds: Tillaga um óbreytt árgjald,
það er 130 kr. var samþykkt.
Önnur mál:
Landsliðsmál: Spurt var um hver staða lansliðsmála væri
og var því svarað til að gert hefur verið samkomulag við Anton
Haraldsson sem gegnir starfi einvalds í opnum flokki en Jafet og
Guðmundur Páll munu vera honum til stuðnings. Verð er að skoða hver
tekur að sér þjálfun kvenna landsliðs Íslands. Þjálfunaráætlanir
verða settar fram í nóvember. Verið er að skoða það að senda
samhliða EM á næsta ári Senior lið frá Íslandi. Þetta er orðið mjög
algengt meðal Evrópu þjóða.
Nýliðamál. Jörundur ítrekaði skoðun sína að betur mætti
ef duga skal til að efla íþróttina. Vill hann koma á Mini Bridge í
grunnskólum og fá til verksins unglinga sem BSÍ gæti greitt
eitthvað fyrir.
Guðrún Jörgensen þakkaði Forseta og stjórn BSÍ fyrir vel
unnin störf og las síðan upp skondnar augýsingar ættaðar frá
safnaðarstarfi kirkna sem ekki þola birtingu hér.
Minningarmót verður haldið um Þorsteinn Pétursson þann
25/11, að Logalandi
Jafet Ólafsson fékk að lokum orðið og fór yfir nokkur
atriði sem komu fram í almennum umræðum.
-
Hann er sammála því að við þurfum að halda áfram að fá ungt fólk
til að spila á spil því það sé upphafið að því að ungt fólk snúi
sér að Bridge.
-
Hann taldi að ef eldri spilarar gengju í sambandið þá fengju
þeir afslátt.
-
Nákvæmur fjöldi Bridge spilara á landinnu er ekki vitað um en
áætlað er að þeir séu um 20 þús.
-
BSÍ fékk húsgögn gefin frá Perlunni á árinu sem falla vel inní
húsnæðið og svipar til þeirra húsgagna sem voru hér fyroir.
-
Reykingarherfbergið verður fjarlægt innan skamms.
Jafert þakkar traustið sem honum var sýnt með endurkjöri og
hefur hann að næsta kjörtíma setið sem forseti sambandsins í 8
ár.
.
Fundi slitið um 15:30
Fundarritun: Árni Már Björnsson