Stjórnarfundur 19.september 2017
Stjórnarfundur í Bridgesambandi Íslands, 19. Sept. 2017
Mættir: Jafet, Ólöf, Ingimundur, Guðný og
Ingibjörg
Birkir Jón og Árni Már tilkynntu forföll
•1. Fundargerð síðasta
fundar. Samþykkt án athugasemda
•2. Ársþing 15. október.
Rætt um undirbúning ársþings, ársreikningur er að verða tilbúinn,
ákveðið að Guðmundur Baldursson verði fundarstjóri, ritari Árni
Már. Samþykkt að Ólöf og Jafet muni sjá um tilnefningar í nefndir.
Nær allir stjórnarmenn gefa kost á sér til áframhaldandi setu,
Jafet mun ræða við hvern og einn stjórnarmann og gera tillögu um
nýja stjórn.
•3. Reykjavík Bridgefestival
2018. Samningur milli Hörpu og Bridgesambandsins liggur fyrir
og verður skrifað undir hann þann 21. september verður það kynnt á
vef sambandsins. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur
samþykkt að setja Bridgehátíð.
-
4. Landsliðsmál- Opni flokkurinn Jafet kynnti að óformlegt samkomulag hefði náðst við Anton Haraldsson að sjá um þjálfun landsliðsins, gengið verður frá samningum um miðjan október. Landsliðsnefnd munu skipa Anton, Jafet og Guðmundur Páll.
-
5. Landsliðsmál kvenna - Samþykkt var á síðasta stjórnarfundi að senda kvennalandlið á Evrópumótið í júni 2018. Jafet er að kanna hver muni taka sér þjálfun liðsins.
•6. Öðlingaflokkur-seniorflokkur. - Áhugi er hjá nokkrum hóp að Ísland sendi lið í senioraflokkinn á Evrópumótinu næsta sumar, Jafet hefur fundað með Birni Eysteinssyni og Guðmundir Baldurssyni um málið. Bridgesambandið mun greiða keppnisgjöld fyrir liðið að öðru leyti þarf hópurinn að leita eftir fjármögnun á kostnaði við mótið. Stefnt er að því að ákvörðun um þátttöku liggi fyrir í lok ársins, en tilkynna þarf þáttöku fyrir 1. mars 2018.
•7. Bridge útbreiðslumál.- Auglýsingar um bridgenámskeið eru farnar að birtast á netinu, einnig verður auglýst á visir.is, nokkrir borðar í 5 daga. Rætt um hugmynd að Bridgesambandið gæfi ein 4.000 spil til krakka 14 ára og jafnframt væri kynning á Bridge send með í pakkanum. Ákveðið að kanna þetta til fulls, Jafet og Ólöf fá tilboð í spil.
•8. EBL - Bridgesambandið fékk 2.700 evrur eða um 340.000 styrk til markaðsátaks fráEvrópska Bridgesambandinu. Jafet kannar með frekari styrki
-
9. Önnur mál :
- Stjórnin skrifaði undir umboð til Ólafar vegna bankareikninga í Íslandsbanka
- Ítrekað með mótið á Siglufirði 6-8 október útlit fyrir góða þáttöku mótið fékk góða kynningu í Morgunblaðinu
- Heiðursveitingar, Ingibjörg hefur verið að skoða reglur um heiðursmerki Bridgesambandsins. Ákveðið að hafa eitt gullmerki, Ingibjörg og Ólöf kanna með útlit á nýju merki. Vonandi verða nýjar reglur kynntar á ársþingi.
Næstu fundir stjórnar : 11. október kl. 17:00