Stjórnarfundur 16.ágúst 2017
þriðjudagur, 15. ágúst 2017
Stjórnarfundur í
Bridgesambandi Íslands, 16. ágúst, 2017
Mættir: Jafet, Ólöf, Árni Már, Anna, Ingimundur og Birkir
Jón.
•1. Fundargerð síðasta
fundar. Samþykkt án athugasemda
•2. Bridgemót á Siglufirði,
október 2017. BSÍ mun styrkja mótshaldara með spilagjöf eins
og seinasta ár. Búið er að prenta út auglýsingu um móti sem verið
er að dreyfa. 2 sterk pör frá bæði Svíþjóð og Danmörku hafa þegar
boðað komu sína. Kynning á mótinu verður birt á Facebook innan
skamms.
•3. Reykjavík
Bridgefestival 2018. Samningur milli Hörpu og
Bridgesambandsins liggur fyrir. Brenning, stjórnandi
Bridgehátíðarninnar til margra undanfarinna ára kemur til landsins
í einka heimsókn innan skamms og mun í leiðinni taka út tölvumál
staðarins. Óskað verður eftir við rekstraraðila bílastæða við
Hörpuna sér samkomulagi vegna kostnaðar við bílastæði á meðan á
mótinu stendur.
Vinna þarf jafnframt áfram með að finna leiðir til að kveikja
áhuga nemenda í grunnskólum á spilum eins og Bridge og þarf oft að
byrja með Mini - Bridge og félagsvist til að kveikja áhugann. Halda
þarf áfram vinnu með að kveikja þennan neista og leita allra leiða
eins og að fá í lið með okkur aðila sem geta lagt til einverskonar
hvatningu til að fá nemendur til að mæta.
Jafet, Anna og Ólöf fylgja þessum málum eftir.
•6. Landsliðsmál ,
Evrópumót 2018- Stjórn Bridgesambands Íslands hefur ákveðið að
senda landslið til keppni bæði í opnum flokki og í kvenna flokki á
Erópumót 2018 í Belgíu. Ráðinn verður einvaldur bæði fyrir opinn
flokk og kvenna lið sem velur í liðin og sér um æfingar. Áhugasamir
spilarar sem eru tilbúnir að leggja á sig þá vinnu og tíma sem til
þarf eru beðnir að koma upplýsingum til BSÍ fyrir miðjan
september.
•7. Aðalfundur
Bridgesambands Íslands. - Aðalfundur Bridgesambands
Íslands verður haldinn 15. október 2017.
•8. EBL - forsetakjör. -
Kosið verður til forseta EBL á föstudag (18/8) og reikna má með
hörðum kostningum.
-
9. Önnur mál :
- BSÍ hefur fengið boð um að senda fulltrúa á sterkt mót í
London í febrúar. Samþykkt var að þiggja þetta boð. Gæti verið
tilvalið í undirbúningi landsliðs fyrir komandi átök.
- Skráning meistarastiga - Nýtt kerfi til að halda utan um
meistarastigin er klárt og verður tekið í notkun á næstu dögum.
Mikil vinna liggur fyrir við að skrá þau stig sem safnast hafa
upp.
- Reykherbergi í húsnæði BSÍ verður lokað í haust.
Næstu fundir stjórnar
:
19. september kl.
17:00
11. október kl. 17:00